Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 23:00 Sir Jim Ratcliffe ólst upp í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United. Paul Scholes sér engin merki um það og telur að Ratcliffe sé alveg sama um stuðningsmenn félagsins. Getty/Visionhaus/John Peters Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og ellefufaldur Englandsmeistari með félaginu, er vægast ósáttur með innkomu Sir Jim Ratcliffe og INEOS fyrirtækisins inn í eigandahóp félagsins. Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Scholes fór svo langt að segja að hann hafi ekki séð neitt jákvætt í því sem INEOS menn hafa gert síðan þeir komu inn í félagið á síðasta ári. Fyrirtæki Ratcliffe eignaðist 27,7 prósent hlut í Manchester United í desember 2023 og jók síðan eignarhlut sinn enn frekar í síðasta mánuði. United hefur aldrei byrjað tímabil verr í ensku úrvalsdeildinni og fyrr í vetur var Erik ten Haag rekinn og Portúgalinn Ruben Amorim ráðinn í staðinn. Kveikjan af mikilli óánægju Scholes eru fréttir um hækkun miðaverðs upp í 66 pund, sem eru rúmlega ellefu þúsund og sex hundruð íslenskar krónur, og að það verði enginn afsláttur gefinn fyrir börn og ellilífeyrisþega. „[INEOS] menn hafa nú stjórnað United í næstum því heilt ár og allt sem er í gangi hjá þeim er neikvætt,“ sagði Scholes í þættinum The Overlap Football Fan Debate. ESPN segir frá. „Ég get ekki talið fram neitt jákvætt af því sem þeir hafa gert fyrir þetta fótboltafélag,“ sagði Scholes. Hver fréttin á fætur annarri af niðurskurði hefur líka hneykslað marga. „Hlutirnir eru að versna inn á fótboltavellinum og hefðu þeir þá ekki bara getað lækkað miðaverðið. Komið fram með eitthvað jákvætt. Hvernig getur þú beðið stuðningsfólk Manchester United um að borga meira miðað við það sem er í gangi inn á vellinum,“ spurði Scholes. „Hvernig geta þessir eigendur verið svo frakkir að hækka miðaverðið? Þetta er líklega versta tímabil félagsins og það fyrsta sem þeir gera er að hækka miðaverðið,“ sagði Scholes. „Það er bara ekkert jákvætt í gangi hjá þessu fótboltafélagi. Liðið er algjört meðallið og þeir gera ekkert fyrir stuðningsmennina,“ sagði Scholes. „Við erum með Sir Jim Ratcliffe sem hefur verið stuðningsmaður United síðan í æsku. Ef við berum hann saman við amerísku eigendurna þá sýnir þetta okkur að honum er alveg sama um fólkið í Manchester,“ sagði Scholes. “If you’ve got a family you’re looking at £300/£400!” 😬Scholsey calls out the crazy ticket prices in the Premier League! 🗣️ pic.twitter.com/IqISKHDvNd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) January 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira