Trump aflýsir fundi með Pútín Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 18:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á leið á fund G20-ríkjanna í Argentínu. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018
Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56