Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 21:08 Michael Cohen yfirgefur dómshúsið á Manhattan í dag. EPA/Justin Lane Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, laug að þingnefndum um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann að í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði. Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði sök. Játning Cohen í dag þótti koma verulega á óvart. Í ágúst játaði hann á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslum til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Gerði Cohen þá samkomulag við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu, um samvinnu í skiptum fyrir mildari refsingu. Rannsóknin beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Brotin sem Cohen játaði á sig í dag vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi. Í játningu Cohen kom fram að hann hefði logið fyrir mann sem er nefndur „einstaklingur 1“ í dómsskjölunum. Fyrir dómi sagði Cohen að það væri Trump forseti. „Ég gaf þessar röngu yfirlýsingar til þess að vera samkvæmur pólitískum skilaboðum einstaklings 1 og af hollustu við einstakling 1,“ sagði Cohen í dómsal í New York, að sögn Washington Post. Ekki er ljóst hvers vegna sérstaki rannsakandinn ákvað að krefja Cohen um aðra játningu nú. Cohen hefur þegar unnið með saksóknurum hans undanfarna mánuði. Mögulegt er talið að með þessum nýju brotum freisti saksóknarar þess að knýja Cohen til frekari samvinnu.President Donald Trump calls ex-attorney Michael Cohen a "weak person" who is "trying to get a reduced sentence" after Cohen's guilty plea pic.twitter.com/3OLDGFcyCm— CNN Politics (@CNNPolitics) November 29, 2018 Reyndu áfram við Trump-turn í Moskvu, þvert á yfirlýsingar Trump Í vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum hélt Cohen því fram að tilraunum Trump og fyrirtækis hans til þess að reisa Trump-turn í Moskvu hefði lokið í janúar árið 2016, mánuði áður en fyrstu kosningarnar í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar fóru fram. Þær tilraunir héldu hins vegar áfram fram á sumarið þegar kosningabaráttan í forvalinu var í hámæli, að því er segir í játningu Cohen nú. Cohen segist hafa upplýst Trump sjálfan um gang verkefnisins í Moskvu oftar en þrisvar. Lögmaðurinn hafði meðal annars samband við aðstoðarmann Vladímírs Pútín Rússlandsforseta vegna verkefnisins. Í kosningabaráttunni hélt Trump því ítrekað fram að hann ætti engra viðskiptahagsmuna að gæta í Rússlandi og hefur haldið sig við þær yfirlýsingar eftir að hann varð forseti. „Svo því sé haldið til haga, ég hef NÚLL fjárfestingar í Rússlandi,“ tísti Trump í júlí árið 2016. Trump fór ófögrum orðum um Cohen, náinn samstarfsmann sinn til fjölda ára, þegar fréttist af nýjustu játningu hans í dag. Hann kallaði Cohen „veikgeðja manneskju“ og að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Michael Cohen lýgur og hann er að reyna að draga úr refsingu fyrir hluti sem hafa ekkert með mig að gera. Þetta var verkefni sem við gerðum ekki, ég gerði ekki… Það hefði ekki verið neitt rangt við það ef við hefðum gert það,“ sagði Trump við fréttamenn við Hvíta húsið í dag. Þá virtist forsetinn skýra tilraunirnar til að ná samningi í Rússlandi á sama tíma og hann bauð sig fram til kosninga með því að sigurlíkur hans hafi ekki verið miklar. „Það var góður möguleiki á að ég hefði ekki unnið, í því tilfelli hefði ég snúið aftur í viðskiptin og hvers ætti ég að missa af fullt af tækifærum?“ sagði Trump sem hefur ítrekað neitað að veita upplýsingar um fjármál sín og hagsmunatengsl. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði haft Cohen svo lengi í vinnu ef hann væri í raun svo léleg manneskja eins og hann lýsti sagði Trump að lögmaðurinn hefði „gert sér greiða“ fyrir mörgum árum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, laug að þingnefndum um fasteignaverkefni sem Trump og fyrirtæki hans vann að í Moskvu á sama tíma og hann var í forsetaframboði. Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði sök. Játning Cohen í dag þótti koma verulega á óvart. Í ágúst játaði hann á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslum til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Gerði Cohen þá samkomulag við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu, um samvinnu í skiptum fyrir mildari refsingu. Rannsóknin beinist að því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Brotin sem Cohen játaði á sig í dag vörðuðu lygar sem hann sagði þingmönnum í leyniþjónustunefndum öldungadeildar- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í fyrra. Sagðist Cohen hafa vísvitandi logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi. Í játningu Cohen kom fram að hann hefði logið fyrir mann sem er nefndur „einstaklingur 1“ í dómsskjölunum. Fyrir dómi sagði Cohen að það væri Trump forseti. „Ég gaf þessar röngu yfirlýsingar til þess að vera samkvæmur pólitískum skilaboðum einstaklings 1 og af hollustu við einstakling 1,“ sagði Cohen í dómsal í New York, að sögn Washington Post. Ekki er ljóst hvers vegna sérstaki rannsakandinn ákvað að krefja Cohen um aðra játningu nú. Cohen hefur þegar unnið með saksóknurum hans undanfarna mánuði. Mögulegt er talið að með þessum nýju brotum freisti saksóknarar þess að knýja Cohen til frekari samvinnu.President Donald Trump calls ex-attorney Michael Cohen a "weak person" who is "trying to get a reduced sentence" after Cohen's guilty plea pic.twitter.com/3OLDGFcyCm— CNN Politics (@CNNPolitics) November 29, 2018 Reyndu áfram við Trump-turn í Moskvu, þvert á yfirlýsingar Trump Í vitnisburði sínum fyrir þingnefndunum hélt Cohen því fram að tilraunum Trump og fyrirtækis hans til þess að reisa Trump-turn í Moskvu hefði lokið í janúar árið 2016, mánuði áður en fyrstu kosningarnar í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar fóru fram. Þær tilraunir héldu hins vegar áfram fram á sumarið þegar kosningabaráttan í forvalinu var í hámæli, að því er segir í játningu Cohen nú. Cohen segist hafa upplýst Trump sjálfan um gang verkefnisins í Moskvu oftar en þrisvar. Lögmaðurinn hafði meðal annars samband við aðstoðarmann Vladímírs Pútín Rússlandsforseta vegna verkefnisins. Í kosningabaráttunni hélt Trump því ítrekað fram að hann ætti engra viðskiptahagsmuna að gæta í Rússlandi og hefur haldið sig við þær yfirlýsingar eftir að hann varð forseti. „Svo því sé haldið til haga, ég hef NÚLL fjárfestingar í Rússlandi,“ tísti Trump í júlí árið 2016. Trump fór ófögrum orðum um Cohen, náinn samstarfsmann sinn til fjölda ára, þegar fréttist af nýjustu játningu hans í dag. Hann kallaði Cohen „veikgeðja manneskju“ og að hann hefði ekki gert neitt rangt. „Michael Cohen lýgur og hann er að reyna að draga úr refsingu fyrir hluti sem hafa ekkert með mig að gera. Þetta var verkefni sem við gerðum ekki, ég gerði ekki… Það hefði ekki verið neitt rangt við það ef við hefðum gert það,“ sagði Trump við fréttamenn við Hvíta húsið í dag. Þá virtist forsetinn skýra tilraunirnar til að ná samningi í Rússlandi á sama tíma og hann bauð sig fram til kosninga með því að sigurlíkur hans hafi ekki verið miklar. „Það var góður möguleiki á að ég hefði ekki unnið, í því tilfelli hefði ég snúið aftur í viðskiptin og hvers ætti ég að missa af fullt af tækifærum?“ sagði Trump sem hefur ítrekað neitað að veita upplýsingar um fjármál sín og hagsmunatengsl. Þegar hann var spurður hvers vegna hann hefði haft Cohen svo lengi í vinnu ef hann væri í raun svo léleg manneskja eins og hann lýsti sagði Trump að lögmaðurinn hefði „gert sér greiða“ fyrir mörgum árum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. 11. október 2018 23:30