Lærðu ýmislegt af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira