Lærðu ýmislegt af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Nú þegar miðkjörtímabilskosningarnar í Bandaríkjunum eru loks að baki er loksins hægt að fara að hugsa alvarlega um forsetakosningarnar 2020. Það er ekkert leyndarmál að Demókratar þrá að kippa forsetastólnum undan Donald Trump. Sjálfur hefur forsetinn tilkynnt að hann ætli að sækjast eftir endurkjöri og kemur það lítið á óvart. Þar sem Demókratar unnu fulltrúadeildina á þriðjudaginn og munu hafa meirihluta þar fram að næstu kosningum geta þeir rannsakað meint brot Trumps í embætti. Hvort sem um er að ræða meint samráð framboðs hans við Rússa, sem sérstakur saksóknari rannsakar einnig, meinta nýtingu embættisins í hagnaðarskyni eða meinta hindrun framgangs réttvísinnar vegna orðræðu og gjörða í tengslum við Rússarannsóknina. Og vilji Demókratar hámarka sigurlíkur sínar 2020 geta þeir horft til ýmissa þátta kosninga þriðjudagsins og dregið af þeim lærdóm. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vikunni eru Demókratar í miklu sóknarfæri í úthverfum Bandaríkjanna. Þau hafa í gegnum tíðina verið heldur á bandi Repúblikana en meira að segja í úthverfum borga eins og Houston og Oklahoma City unnu frambjóðendur Demókrata til fulltrúadeildar sigra á þriðjudaginn. Þótt Repúblikanar vilji ekki aukna ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins vilja flestir kjósendur sjá slíka þróun. Þannig samþykktu kjósendur í Repúblikanaríkjunum Idaho, Nebraska og Utah frumvörp sem auka opinbera þjónustu við fátækari einstaklinga. Einnig boðar gott fyrir Demókrata að þeir náðu að vinna stóra sigra í miðvesturríkjunum. Til dæmis í Michigan, Illinois, Minnesota og Wisconsin. Trump náði Michigan og Wisconsin á sitt band 2020 eftir að fyrri frambjóðendur Demókrata höfðu sigrað ríkin án mikillar fyrirhafnar. Tapi hann þeim árið 2020 færist forsetinn nær ósigri. Í aðdraganda kosning ræddu skýrendur mikið um að í ljós kæmi hvort betra væri fyrir Demókrata að stilla upp framsæknum frambjóðanda og hámarka þannig kjörsókn eða miðjumanni til þess að höfða til fleiri kjósenda og freista þess að vinna fleiri ríki þannig. Ekki fékkst skýrt svar við spurningunni enda töpuðu stór nöfn beggja fylkinga. Hins vegar er ljóst að Demókrataflokkurinn hefur verið að fjarlægjast rótgrónar hugmyndir helstu áhrifamanna og færist nær grasrótinni. Þannig má búast við því að framsæknir frambjóðendur verði áberandi í forkosningunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira