Feðradagur 2018 Kristinn Sigurjónsson skrifar 10. nóvember 2018 13:00 Feðradagurinn er annar sunnudagur í nóvember. Hann var haldinn opinberlega í fyrsta skipti 14. nóv 2006. Nú er hann 11. nóv. Í tilefni þess var haldin ráðstefna í Nordica hóteli með Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra sem flutti ávarp á ráðstefnunni. Heiðursgestur var fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ráðstefnan var líka haldin í samvinnu við Jafnréttisstofu og Félag ábyrgra feðra (nú Félag um foreldrajafnrétti). Þarna voru bæði innlendir og erlendir fyrirlestrar. Það var ekki að ástæðulausu að dagurinn var gerður hátíðlegur, því það hefur hallað mjög á rétt feðra til að umgangast börn sín. Það sem er börnum mikilvægast er öryggi og að njóta ástar. Það er börnum mjög mikilvægt að hafa einhvern sem það getur leitað til með sín hugðarefni og vandamál. Rannsóknir Fjöldi rannsókna sem fjölmiðlar vilja ekki segja frá, sýna að börn sem ekki njóta samvistar beggja foreldra upplifa óöryggi og vanlíðan sem auka líkur á að þau einangrist, þjáist af athyglisbresti og leiðast út í eiturlyf. Enda er þetta gróft ofbeldi gegn varnarlausum börnum. Nú undanfarið hefur mikið verið fjallað um eiturlyfjavanda barna, en ekkert hugað að þessum þætti, algjör þöggun. Ekkert hafði gerst árin á undan í réttindabaráttu feðra, því var það von að feðradagurinn með þátttöku hins opinbera myndi eitthvað laga þetta. Það sem verra var að á næstu 4 árum gerðist heldur ekkert, svo Félag um foreldrajafnrétti rakti þróunina fram að því að birta auglýsinguna hér til hægri. Þá var Samfylkingarkonan Jóhann Sigurðardóttir forsætisráðherra, en sá flokkur auglýsir sig mikið á þann veg að vera á móti ofbeldi. Fyrst birtist auglýsingin 2009 og svo aftur 2010 með formálanum: „ÞVÍ MIÐUR!, VEGNA ÞESS AÐ EKKERT HEFUR GERST Í RÉTTINDAMÁLUM FORSJÁRLASRA FORELDRA UNDANFAIÐ ÁR, NEYÐUMST VIÐ TIL AÐ BIRTA SÖMU AUGLÝSINGU AFTUR. 8. NÓVEMBER 2009 FEÐRADAGURINN Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands. Hér eru blákaldar staðreyndir úr „jafnréttis- og mannréttindaríkinu Íslandi“ Er þetta boðlegt börnum þessarar þjóðar? 1. Ísland rekur lestina af öllum Norðurlöndunum í málefnum skilnaðarbarna og feðra, samkvæmt nýrri skýrslu Félagsmálaráðuneytisins. 2, Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins kemur fram að mæður verða í 92-95% tilvika með lögheimili og öll helstu réttindi barna við skilnað foreldra. 3. Kynbundinn munur er meiri og alvarlegri en í öðrum sambærilegum málaflokkum. Ríkisrekin jafnréttisbarátta neitar að horfast í augu við staðreyndirnar. 4. Börn á Íslandi eiga ekki sama rétt til feðra sinna og mæðra við skilnað. Þar með er jafnrétti kynjanna í málaflokki forsjár- og umgengnis mála ekki viðurkennt á Íslandi. 5. Sýslumannsembættin skammta flestum skilnaðarbörnum 4-6 daga í mánuði með feðrum sínum. Dómsmálaráðuneytið staðfestir yfirleitt slík mannréttindabrot. Af því bara? 6. Sýslumannsembættin telja yfirleitt að skilnaðar börn eigi ekki að dvelja hjá feðrum sínum og föðurfjölskyldum á aðfangadegi jóla. Dómsmálaráðuneytið staðfestir yfirleitt slík mann réttinda brot. Af því bara? 7. Sýslumannsembættin láta feður greiða meðlög algerlega óháð samvistum og eigin framfærslu þeirra við börn sín. 8. Íslenskum dómurum er ekki ennþá treyst fyrir því að komast að bestu niðurstöðu fyrir börnin þegar til forsjármála kemur, eini málaflokkurinn þar sem þeim er ekki treyst. 9. Dómara ber að svipta annað foreldri forsjá, skv. lögum, þegar til ágreinings kemur, það reynist auðvelt þegar feður eru sviptir, eins og að drekka vatn að því er virðist. 10. Tilefnislausar umgengnistálmanir eru algengar á Íslandi, þær eru gróft ofbeldi og mannréttinda brot. Tálmanir á að meðhöndla eins og hvern annan refsiverðan glæp og ofbeldisverk. Foreldri sem þverbrýtur forsjárskyldur sínar með slíku athæfi sviptir börn hinu foreldri sínu og stórfjölskyldu sinni, mánuðum og jafnvel árum saman. 11. Embætti Umboðsmanns barna er gagnslaust með öllu, hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að leiðrétta mannréttindabrot á börnum Íslands í forsjár- og umgengnismálum. 12. Skilnaðarhrina getur fylgt í kjölfar efnahags hrunsins, þúsundir barna verða þá af eðlilegu sambandi og uppeldi hjá feðrum sínum og föður fjölskyldum. Talið er að á Íslandi séu allt að 20.000 skilnaðarbörn. (árið 2009, innsk. höf.) SKORUM Á RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS AÐ TAKA MEÐ FESTU Á ÞESSUM MANNRÉTTINDABROTUM! ÞAU ERU STÓRT LÝTI Á ÍSLENSKU SAMFÉLAGI ? FORÐUMST AÐ FORSÆTIS RÁÐHERRA ÞJÓÐARINNAR ÞURFI AÐ BIÐJA ÍSLENSK SKILNAÐARBÖRN AFSÖKUNAR Á KOMANDI ÁRUM...........! Styrkjum baráttuna fyrir foreldrajafnrétti þar sem vandamálin fara stöðugt vaxandi með breyttu fjölskyldumynstri. Gerist meðlimir í Félagi um Foreldrajafnrétti - Ársgjald einungis kr 2.000 (árið 2010 innsk. höf.) Skráning á www.foreldrajafnrétti.is.“ Það er bæði sorgleg og grætilegt að í dag 9 árum eftir að auglýsingin var fyrst birt og 12 árum eftir að ráðstefnan var haldin hefur enn ekkert gerst. Hin síðari ár hafa fjöldskyldumynstur breyst mjög mikið, algengt að börn eigi tvær fjöldskyldur og þar sem samkomulagið er gott og þau njóta ástar og umhyggju, þá vegnar börnunum vel. Börnin eiga sér fáa málsvara, því réttleysi tálmaðra feðra er svo algjört að þeir þora ekki að opna muninn börnum sínum til varnar. Dæmin sanna að þeir sem hafa vogað sér að verja þessi börn hafa mátt gjalda harkalega fyrir það. Það hefur verið ráðist harkalega að þingmönnum sem voga sér að rétt hlut barnanna á þingi. Látum ekki annan áratug líða án þess að nokkuð gerist. Höfundur er verkfræðingur og faðir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Feðradagurinn Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Feðradagurinn er annar sunnudagur í nóvember. Hann var haldinn opinberlega í fyrsta skipti 14. nóv 2006. Nú er hann 11. nóv. Í tilefni þess var haldin ráðstefna í Nordica hóteli með Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra sem flutti ávarp á ráðstefnunni. Heiðursgestur var fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ráðstefnan var líka haldin í samvinnu við Jafnréttisstofu og Félag ábyrgra feðra (nú Félag um foreldrajafnrétti). Þarna voru bæði innlendir og erlendir fyrirlestrar. Það var ekki að ástæðulausu að dagurinn var gerður hátíðlegur, því það hefur hallað mjög á rétt feðra til að umgangast börn sín. Það sem er börnum mikilvægast er öryggi og að njóta ástar. Það er börnum mjög mikilvægt að hafa einhvern sem það getur leitað til með sín hugðarefni og vandamál. Rannsóknir Fjöldi rannsókna sem fjölmiðlar vilja ekki segja frá, sýna að börn sem ekki njóta samvistar beggja foreldra upplifa óöryggi og vanlíðan sem auka líkur á að þau einangrist, þjáist af athyglisbresti og leiðast út í eiturlyf. Enda er þetta gróft ofbeldi gegn varnarlausum börnum. Nú undanfarið hefur mikið verið fjallað um eiturlyfjavanda barna, en ekkert hugað að þessum þætti, algjör þöggun. Ekkert hafði gerst árin á undan í réttindabaráttu feðra, því var það von að feðradagurinn með þátttöku hins opinbera myndi eitthvað laga þetta. Það sem verra var að á næstu 4 árum gerðist heldur ekkert, svo Félag um foreldrajafnrétti rakti þróunina fram að því að birta auglýsinguna hér til hægri. Þá var Samfylkingarkonan Jóhann Sigurðardóttir forsætisráðherra, en sá flokkur auglýsir sig mikið á þann veg að vera á móti ofbeldi. Fyrst birtist auglýsingin 2009 og svo aftur 2010 með formálanum: „ÞVÍ MIÐUR!, VEGNA ÞESS AÐ EKKERT HEFUR GERST Í RÉTTINDAMÁLUM FORSJÁRLASRA FORELDRA UNDANFAIÐ ÁR, NEYÐUMST VIÐ TIL AÐ BIRTA SÖMU AUGLÝSINGU AFTUR. 8. NÓVEMBER 2009 FEÐRADAGURINN Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands. Hér eru blákaldar staðreyndir úr „jafnréttis- og mannréttindaríkinu Íslandi“ Er þetta boðlegt börnum þessarar þjóðar? 1. Ísland rekur lestina af öllum Norðurlöndunum í málefnum skilnaðarbarna og feðra, samkvæmt nýrri skýrslu Félagsmálaráðuneytisins. 2, Í skýrslu Félagsmálaráðuneytisins kemur fram að mæður verða í 92-95% tilvika með lögheimili og öll helstu réttindi barna við skilnað foreldra. 3. Kynbundinn munur er meiri og alvarlegri en í öðrum sambærilegum málaflokkum. Ríkisrekin jafnréttisbarátta neitar að horfast í augu við staðreyndirnar. 4. Börn á Íslandi eiga ekki sama rétt til feðra sinna og mæðra við skilnað. Þar með er jafnrétti kynjanna í málaflokki forsjár- og umgengnis mála ekki viðurkennt á Íslandi. 5. Sýslumannsembættin skammta flestum skilnaðarbörnum 4-6 daga í mánuði með feðrum sínum. Dómsmálaráðuneytið staðfestir yfirleitt slík mannréttindabrot. Af því bara? 6. Sýslumannsembættin telja yfirleitt að skilnaðar börn eigi ekki að dvelja hjá feðrum sínum og föðurfjölskyldum á aðfangadegi jóla. Dómsmálaráðuneytið staðfestir yfirleitt slík mann réttinda brot. Af því bara? 7. Sýslumannsembættin láta feður greiða meðlög algerlega óháð samvistum og eigin framfærslu þeirra við börn sín. 8. Íslenskum dómurum er ekki ennþá treyst fyrir því að komast að bestu niðurstöðu fyrir börnin þegar til forsjármála kemur, eini málaflokkurinn þar sem þeim er ekki treyst. 9. Dómara ber að svipta annað foreldri forsjá, skv. lögum, þegar til ágreinings kemur, það reynist auðvelt þegar feður eru sviptir, eins og að drekka vatn að því er virðist. 10. Tilefnislausar umgengnistálmanir eru algengar á Íslandi, þær eru gróft ofbeldi og mannréttinda brot. Tálmanir á að meðhöndla eins og hvern annan refsiverðan glæp og ofbeldisverk. Foreldri sem þverbrýtur forsjárskyldur sínar með slíku athæfi sviptir börn hinu foreldri sínu og stórfjölskyldu sinni, mánuðum og jafnvel árum saman. 11. Embætti Umboðsmanns barna er gagnslaust með öllu, hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til þess að leiðrétta mannréttindabrot á börnum Íslands í forsjár- og umgengnismálum. 12. Skilnaðarhrina getur fylgt í kjölfar efnahags hrunsins, þúsundir barna verða þá af eðlilegu sambandi og uppeldi hjá feðrum sínum og föður fjölskyldum. Talið er að á Íslandi séu allt að 20.000 skilnaðarbörn. (árið 2009, innsk. höf.) SKORUM Á RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS AÐ TAKA MEÐ FESTU Á ÞESSUM MANNRÉTTINDABROTUM! ÞAU ERU STÓRT LÝTI Á ÍSLENSKU SAMFÉLAGI ? FORÐUMST AÐ FORSÆTIS RÁÐHERRA ÞJÓÐARINNAR ÞURFI AÐ BIÐJA ÍSLENSK SKILNAÐARBÖRN AFSÖKUNAR Á KOMANDI ÁRUM...........! Styrkjum baráttuna fyrir foreldrajafnrétti þar sem vandamálin fara stöðugt vaxandi með breyttu fjölskyldumynstri. Gerist meðlimir í Félagi um Foreldrajafnrétti - Ársgjald einungis kr 2.000 (árið 2010 innsk. höf.) Skráning á www.foreldrajafnrétti.is.“ Það er bæði sorgleg og grætilegt að í dag 9 árum eftir að auglýsingin var fyrst birt og 12 árum eftir að ráðstefnan var haldin hefur enn ekkert gerst. Hin síðari ár hafa fjöldskyldumynstur breyst mjög mikið, algengt að börn eigi tvær fjöldskyldur og þar sem samkomulagið er gott og þau njóta ástar og umhyggju, þá vegnar börnunum vel. Börnin eiga sér fáa málsvara, því réttleysi tálmaðra feðra er svo algjört að þeir þora ekki að opna muninn börnum sínum til varnar. Dæmin sanna að þeir sem hafa vogað sér að verja þessi börn hafa mátt gjalda harkalega fyrir það. Það hefur verið ráðist harkalega að þingmönnum sem voga sér að rétt hlut barnanna á þingi. Látum ekki annan áratug líða án þess að nokkuð gerist. Höfundur er verkfræðingur og faðir
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun