Júlíus Vífill telur að skrif og stjórnmálaþátttaka rannsakandans hafi litað rannsókn á meintu peningaþvætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. nóvember 2018 12:30 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaþátttaka og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar í máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. Þá sé það einnig ósannað að fjárhæðirnar sem honum er gefið að sök að hafa þvættað séu ávinningur refsiverðra brota, ekkert liggi fyrir um hvort að um skattskyldar tekjur hér á landi hafi verið að ræða aukþess sem hann telur að þau brot sem hann er ákærður fyrir séu fyrnd. Þetta kemur fram í greinargerð lögfræðing hans í málinu, Harðar Felix Harðarssonar, sem hann hefur skilað inn til héraðsdóms og fréttastofa hefur undir höndunum. Hluti erfingja Ingvars Helgasonar vildil fá að vita hvað varð um þá sjóði sem hann sagðist eiga erlendis.Vísir Upptakan sé bæði samhengis- og merkingarlaus Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað.Sjá einnig:Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurvissJúlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Í kjölfarið sökuðu ættingjar Júlíus Vífil um að hafa haldið ættarauði foreldra hans frá öðrum fjölskyldumeðlimum en í Kastljósi héldu ættingjarnir því fram að móðir Júlíusar hafi, ásamt hluta fjölskyldunnar, leitað fjármunanna í rúman áratug. Töldu þeir að um sjóð væri að ræða sem Ingvar Helgason, faðir þeirra, hefði safnað í umboðslaunum frá erlendum bílaframleiðundum en fjölskyldan rak bílaumboðið Ingvar Helgason um árabil. Skömmu eftir Kastljóss-þáttinn birtu fjölmiðlar hljóðupptöku þar sem heyra má Júlíus Vífil og Sigurð G. Guðjónsson, þáverandi lögmann hans, ræða fjármunina. Upptakan var send á fjölmiðla, sem og til embættis skattrannsóknarstjóra. Sjá einnig: Systkini Júlíusar gruna hann um græsku Í greinargerðinni segir að upptakan sé ástæða þess að lögreglurannsókn hafi verið hafin. Umrædd upptaka sé hins vegar samsett úr níu hljóðbútum sem geri það að verkum að hún sé „samhengis- og merkingarlaus“ og að ætlun þeirra sem hana hafi sett saman hafi verið til þess að gera það líklegt að aðrir en Júlíus Vífill kynnu að eiga tilkall til þeirra fjármuna sem lögmaður Júlíusar Vífils heldur fram að hafi ekki verið neitt annað en eign Júlíusar Vífils. Júlíus Vífill Ingvarsson var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil.Fréttablaðið/Daníel Ekkert liggi fyrir hvort um tekjur hafi verið að ræða og brotið hvort sem er fyrnt Um þær fullyrðingar fjölskyldumeðlima Júlíusar Vífils um að hann hafi komið fjölskylduauðnum undan segir í greinargerðinni að þær séu byggðar á „rakalausum ósannindum“ sem komi frá systur hans og syni hennar. Ósætti hafi verið innan fjölskyldunnar um árabil sem hafi meðal annars skilað sér í málsókn árið 2002 sem hafi haft mikil áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar. Í greinargerðinni segir einnig að því sé slegið föstu af hálfu ákæruvaldsins að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum með því að hafa komið sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af tekjum sem honum hafi hlotnast á árinu 2005 eða fyrr. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Ekkert liggi hins vegar fyrir um hvort þeir fjármunir sem um ræðir hafi verið tekjur í hendi Júlíusar Vífils né hvort tekjur hefðu haft áhrif á tekjuskatt hans. Þá liggi ekkert fyrir um að hinar ætluðu tekjur hefðu átt að skattleggjast hér á landi. Ekki væri hægt að slá því föstu, án þess að það væri rannsakað, að þeir fjármunir sem um ræði hafi myndað tekjur hjá Júlíusi Vífli. Þar segir einnig að um uppruna fjármunnana sem um ræðir í þessu máli liggi það eitt fyrir að þær eigi rætur að rekja til starfsemis Ingvars Helgasonar hf en þar starfaði Júlíus Vífill um árabil. Fjármunirnir tengist viðskiptum við erlenda birgja á níunda áratug og fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Þá segir einnig í greinargerðinni að jafn vel þótt að því væri slegið föstu að fjárhæðirnar sem Júlíus Vífill er grunaður um að hafa þvættað væru ávinningur refsiverða brota sé það brot sem hann er ákærður fyrir löngu fyrnt. Það sé vegna þess að fjármunirnir sem um ræðir komust í hendur hans í síðasta lagi á árinu 2005 og því hafi verið liðin meira en tíu ár frá því að ætlað brot var framið og rannsókn á því hófst. Þá sé ekki um að ræða endurtekin brot af hálfu Júlíusar Vífils né samfellda brotastarfsemi. Þeir fjármunir sem til umræðu eru hafi staðið óhreyfðir um áratugi á reikningum í eigu hans og hafi enn þann dag í dag ekki verið nýttir í þágu hans né annarra. Sigurður G. Guðjónsson mátti ekki vera lögfræðingur Júlíusar í málinu vegna upptökunnar.Vísir/Vilhelm/GVA Skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar geti leitt til frávísunar Athygli vekur að í greinargerðinni er fjallað nokkuð um Fjölni Sæmundsson, stjórnanda lögreglurannsóknarinnar í máli Júlíusar Vífils. Þar segir að fljótlega eftir að ákæra var gefin út í málinu hafi Fjölnir „tjáð sig opinberlega með þeim hætti að rík ástæða sé til þess að efast um hæfi hans til að koma að rannsókn málsins“. Auk þess er látið í ljós skína að þátttaka Fjölnis í stjórnmálum hafi haft áhrif á rannsókn málsins. Þar segir að hann hafi setið á þingi sem varamaður fyrir Vinstri græna á þeim tíma sem rannsóknin stóð, auk þess sem að hann hafi boðið sig fram fyrir VG í bæjarstjórnarkosningunum í vor. „Þegar horft er til sakarefnis þessa máls og áratugalangrar þátttöku ákærða í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn verður að teljast óheppilegt að til verksins skuli hafa valist rannsakandi í slíkum tengslum við annan stjórnmálaflokk,“ segir í greinargerðinni. Þá hafi hann einnig ritað pólitískar greinar um skattaundanskot, aflandsfélög og skattaskjól og þannig látið í ljós skoðun sína á þeim málefnum í ljós „með afgerandi hætti“. Í greinargerðinni er meðal annars vitnað í grein sem Fjölnir skrifaði og birtist á Vísi í október á síðasta ári þar sem hann segir meðal annars ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velji frekar að ávaxta fé sitt erlendis en á íslenskri grund. „Þegar horft er til skrifa rannsakandans er hins vegar ljóst að þetta val er ekki einungis óheppilegt heldur er vandséð hvernig rannsakandinn getur talist hafa verið hæfur að lögum til starfans,“ segir í greinargerðinni. Júlíus Vífill hafi því ríka ástæðu til að ætla að aðkoma Fjölnis að málinu hafi áhrif á rannsóknina sjálfa og útgáfu ákæru í málinu. Þetta sé annmarki sem að mat Júlíusar Vífils „geti einn og sér leitt til frávísunar málsins“. Aðalmeðferð í málinu fer fram 3. desember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Hann telur að stjórnmálaþátttaka og skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar í máli hans kunni að hafa litað rannsóknina og útgáfu ákærunnar. Þá sé það einnig ósannað að fjárhæðirnar sem honum er gefið að sök að hafa þvættað séu ávinningur refsiverðra brota, ekkert liggi fyrir um hvort að um skattskyldar tekjur hér á landi hafi verið að ræða aukþess sem hann telur að þau brot sem hann er ákærður fyrir séu fyrnd. Þetta kemur fram í greinargerð lögfræðing hans í málinu, Harðar Felix Harðarssonar, sem hann hefur skilað inn til héraðsdóms og fréttastofa hefur undir höndunum. Hluti erfingja Ingvars Helgasonar vildil fá að vita hvað varð um þá sjóði sem hann sagðist eiga erlendis.Vísir Upptakan sé bæði samhengis- og merkingarlaus Embætti héraðssaksóknara sakar Júlíus um að hafa hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna sem er talinn vera ávinningur af meintum skattalagabrotum hans fyrir meira en áratug. Í ákærunni yfir Júlíusi kemur fram að hann eigi að hafa, á árunum 2010 til 2014, geymt á bankareikningi sínum hjá USB banka á Ermasundseyjunni Jersey, andvirði 131 til 146 milljóna króna, í Bandaríkjadölum, evrum og sterlingspundum. Embætti héraðssaksóknara sagði í ákærunni að Júlíus Vífill hefði viðurkennt við rannsókn málsins að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts og því ekki greitt tekjuskatt eða útsvar af þeim. Hann hafi hins vegar ekki viljað segja nákvæmlega til um það hvenær umræddra tekna var aflað.Sjá einnig:Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurvissJúlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi eftir að greint var frá því að nafn hans væri að finna í Panama-skjölunum sem vörðuðu eignir Íslendinga í skattaskjólum. Í kjölfarið sökuðu ættingjar Júlíus Vífil um að hafa haldið ættarauði foreldra hans frá öðrum fjölskyldumeðlimum en í Kastljósi héldu ættingjarnir því fram að móðir Júlíusar hafi, ásamt hluta fjölskyldunnar, leitað fjármunanna í rúman áratug. Töldu þeir að um sjóð væri að ræða sem Ingvar Helgason, faðir þeirra, hefði safnað í umboðslaunum frá erlendum bílaframleiðundum en fjölskyldan rak bílaumboðið Ingvar Helgason um árabil. Skömmu eftir Kastljóss-þáttinn birtu fjölmiðlar hljóðupptöku þar sem heyra má Júlíus Vífil og Sigurð G. Guðjónsson, þáverandi lögmann hans, ræða fjármunina. Upptakan var send á fjölmiðla, sem og til embættis skattrannsóknarstjóra. Sjá einnig: Systkini Júlíusar gruna hann um græsku Í greinargerðinni segir að upptakan sé ástæða þess að lögreglurannsókn hafi verið hafin. Umrædd upptaka sé hins vegar samsett úr níu hljóðbútum sem geri það að verkum að hún sé „samhengis- og merkingarlaus“ og að ætlun þeirra sem hana hafi sett saman hafi verið til þess að gera það líklegt að aðrir en Júlíus Vífill kynnu að eiga tilkall til þeirra fjármuna sem lögmaður Júlíusar Vífils heldur fram að hafi ekki verið neitt annað en eign Júlíusar Vífils. Júlíus Vífill Ingvarsson var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um árabil.Fréttablaðið/Daníel Ekkert liggi fyrir hvort um tekjur hafi verið að ræða og brotið hvort sem er fyrnt Um þær fullyrðingar fjölskyldumeðlima Júlíusar Vífils um að hann hafi komið fjölskylduauðnum undan segir í greinargerðinni að þær séu byggðar á „rakalausum ósannindum“ sem komi frá systur hans og syni hennar. Ósætti hafi verið innan fjölskyldunnar um árabil sem hafi meðal annars skilað sér í málsókn árið 2002 sem hafi haft mikil áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar. Í greinargerðinni segir einnig að því sé slegið föstu af hálfu ákæruvaldsins að Júlíus Vífill hafi gerst sekur um refsivert brot gegn skattalögum með því að hafa komið sér undan því að greiða tekjuskatt og útsvar af tekjum sem honum hafi hlotnast á árinu 2005 eða fyrr. Sjá einnig: Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Ekkert liggi hins vegar fyrir um hvort þeir fjármunir sem um ræðir hafi verið tekjur í hendi Júlíusar Vífils né hvort tekjur hefðu haft áhrif á tekjuskatt hans. Þá liggi ekkert fyrir um að hinar ætluðu tekjur hefðu átt að skattleggjast hér á landi. Ekki væri hægt að slá því föstu, án þess að það væri rannsakað, að þeir fjármunir sem um ræði hafi myndað tekjur hjá Júlíusi Vífli. Þar segir einnig að um uppruna fjármunnana sem um ræðir í þessu máli liggi það eitt fyrir að þær eigi rætur að rekja til starfsemis Ingvars Helgasonar hf en þar starfaði Júlíus Vífill um árabil. Fjármunirnir tengist viðskiptum við erlenda birgja á níunda áratug og fyrri hluta tíunda áratug síðustu aldar. Þá segir einnig í greinargerðinni að jafn vel þótt að því væri slegið föstu að fjárhæðirnar sem Júlíus Vífill er grunaður um að hafa þvættað væru ávinningur refsiverða brota sé það brot sem hann er ákærður fyrir löngu fyrnt. Það sé vegna þess að fjármunirnir sem um ræðir komust í hendur hans í síðasta lagi á árinu 2005 og því hafi verið liðin meira en tíu ár frá því að ætlað brot var framið og rannsókn á því hófst. Þá sé ekki um að ræða endurtekin brot af hálfu Júlíusar Vífils né samfellda brotastarfsemi. Þeir fjármunir sem til umræðu eru hafi staðið óhreyfðir um áratugi á reikningum í eigu hans og hafi enn þann dag í dag ekki verið nýttir í þágu hans né annarra. Sigurður G. Guðjónsson mátti ekki vera lögfræðingur Júlíusar í málinu vegna upptökunnar.Vísir/Vilhelm/GVA Skrif stjórnanda lögreglurannsóknarinnar geti leitt til frávísunar Athygli vekur að í greinargerðinni er fjallað nokkuð um Fjölni Sæmundsson, stjórnanda lögreglurannsóknarinnar í máli Júlíusar Vífils. Þar segir að fljótlega eftir að ákæra var gefin út í málinu hafi Fjölnir „tjáð sig opinberlega með þeim hætti að rík ástæða sé til þess að efast um hæfi hans til að koma að rannsókn málsins“. Auk þess er látið í ljós skína að þátttaka Fjölnis í stjórnmálum hafi haft áhrif á rannsókn málsins. Þar segir að hann hafi setið á þingi sem varamaður fyrir Vinstri græna á þeim tíma sem rannsóknin stóð, auk þess sem að hann hafi boðið sig fram fyrir VG í bæjarstjórnarkosningunum í vor. „Þegar horft er til sakarefnis þessa máls og áratugalangrar þátttöku ákærða í stjórnmálum fyrir Sjálfstæðisflokkinn verður að teljast óheppilegt að til verksins skuli hafa valist rannsakandi í slíkum tengslum við annan stjórnmálaflokk,“ segir í greinargerðinni. Þá hafi hann einnig ritað pólitískar greinar um skattaundanskot, aflandsfélög og skattaskjól og þannig látið í ljós skoðun sína á þeim málefnum í ljós „með afgerandi hætti“. Í greinargerðinni er meðal annars vitnað í grein sem Fjölnir skrifaði og birtist á Vísi í október á síðasta ári þar sem hann segir meðal annars ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velji frekar að ávaxta fé sitt erlendis en á íslenskri grund. „Þegar horft er til skrifa rannsakandans er hins vegar ljóst að þetta val er ekki einungis óheppilegt heldur er vandséð hvernig rannsakandinn getur talist hafa verið hæfur að lögum til starfans,“ segir í greinargerðinni. Júlíus Vífill hafi því ríka ástæðu til að ætla að aðkoma Fjölnis að málinu hafi áhrif á rannsóknina sjálfa og útgáfu ákæru í málinu. Þetta sé annmarki sem að mat Júlíusar Vífils „geti einn og sér leitt til frávísunar málsins“. Aðalmeðferð í málinu fer fram 3. desember í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45 Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54 Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Júlíus Vífill neitaði sök og segist sigurviss Ákæra gegn honum fyrir peningaþvætti þingfest í héraði. 6. september 2018 13:45
Júlíus Vífill til rannsóknar vegna meintra skattsvika og peningaþvættis Hann er sagður hafa átt peninga á erlendum bakareikningum og skotið þeim undan skatti á árunum 2010 til 2015. 4. september 2017 16:54
Júlíus sakaður um peningaþvætti upp á 49 til 57 milljónir króna Sagður hafa viðurkennt að um væri að ræða tekjur sem hann hefði ekki gefið upp til skatts en gaf ekki upp hvenær þeirra var aflað. 27. ágúst 2018 16:03