Innlent

Kvikmyndin "Síðasti bærinn í dalnum“ endurunnin

Sighvatur Jónsson skrifar
Starfsfólk Kvikmyndasafns Íslands er í skýjunum með nýjan filmuskanna sem getur skannað filmur yfir á stafrænt form.

Búnaðurinn kostaði 35 milljónir króna. Fyrsta íslenska kvikmyndin sem er endurunnin með þessum búnaði er mynd Óskars Gíslasonar frá 1950 Síðasti bærinn í dalnum.

„Verkefnið er að taka filmuna með hvaða skemmdum sem kunna að vera og reyna að leiðrétta eins og hægt er, koma þessu á stafrænt form, sem við getum svo haldið áfram að vinna með,“ segir Bogi Reynisson tæknimaður.

Sinfó spilar undir

Endurgerð myndarinnar verður sýnd við lifandi undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 11. desember næstkomandi.

„Þetta er ekkert endanlegt, þetta er útgáfa sem á við í dag. Þetta ferli er aldrei búið, við getum haldið áfram og tekið út rispur og annað slíkt, en við verðum aldrei búin,“ segir Jón Stefánsson klippari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×