Þingmenn standi við marggefin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar. Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar.
Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00