Þingmenn standi við marggefin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar. Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar.
Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00