Ók af vettvangi þar sem þrjár ungar konur slösuðust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 09:45 Svona fór fyrir bílnum en karlmaðurinn er sagður hafa ekið á brott án þess að aðstoða ungu konurnar þrjár. Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás.
Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50