Vill banna bílaumferð í miðborg Parísar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 13:52 Anne Hidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Getty/Bloomberg Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48
Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30