Árásarmaður felldur á sjúkrahúsi í Chicago Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2018 23:00 Einn lögregluþjónn er sagður í alvarlegu ástandi. Getty/Tribune News Service Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Minnst þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi eftir að skotárás var gerð á Mercy-sjúkrahúsinu í Chicago í kvöld. Talsmaður lögreglunnar sagði á Twitter að tilkynningar hefðu borist um að margir hefðu orðið fyrir skoti og bað hann íbúa um að halda sig frá svæðinu. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en einn lögregluþjónn er meðal hinna særðu. Enn sem komið er hafa engar aðrar fréttir borist af dauðsföllum.Samkvæmt NBC sagðist eitt vitni hafa séð marga sem urðu fyrir skoti og honum virtist árásarmaðurinn vera að skjóta fólk af handahófi. Árásarmaðurinn hafi þó fyrst verið að tala við konu áður en hann tók upp byssu, skaut hana og byrjaði að skjóta á aðra.Hér má sjá hvað nokkur vitni sem AP ræddi við höfðu að segja.CNN hefur heimildir fyrir því að lögreglan hafi borið kennsl á árásarmanninn og hann hafi verið 32 ára gamall karlmaður. Nafn hans hefur ekki verið opinberað. Þá ræddi fréttastöð CNN við vitni sem segist hafa séð árásarmanninn skiptast á skotum við lögreglu fyrir utan sjúkrahúsið. „Ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Þetta er sorglegt. Það er ekki einu sinni hægt að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi,“ sagði vitnið sem heitir Steven White. Lögreglan er framkvæmdi leit á sjúkrahúsinu ef ske kynni að árásarmennirnir væru fleiri. Svo virðist ekki hafa verið raunin og hefur lögreglan náð stjórn á svæðinu. WATCH: Ambulance leaves Chicago hospital shooting scene with extensive police escort. https://t.co/mxwX1hogVR pic.twitter.com/Sad0gzgP8y— NBC News (@NBCNews) November 19, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira