Krónan og kjörin – spurt og svarað Oddný Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun