Krónan og kjörin – spurt og svarað Oddný Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:Hvers vegna fellur krónan? Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.Hvers vegna styrkist krónan? Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan.Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.Hvers vegna erum við þá með krónu? Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.Hvað er best að gera? Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi.En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema að á því sé byrjað.Er þá eftir nokkru að bíða? Nei.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun