Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Andri Eysteinsson skrifar 1. nóvember 2018 23:01 Tree of Life bænahúsið sem Robert Bowers réðst á síðasta laugardag. EPA / Jared Wickenham Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01