Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:15 Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu. AP/John Bazemore Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira