Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:15 Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu. AP/John Bazemore Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu, og innanríkisráðherra ríkisins, hefur sakað Demókrata um að hafa gert tölvuárás á kosningakerfi ríkisins. Þrátt fyrir að það hafi verið Demókratar, og aðrir, sem bentu á öryggisgalla í kerfinu. Samkvæmt könnunum er lítill munur á fylgi Kemp og Stacey Abrams, sem er í framboði fyrir Demókrataflokkinn. Kemp, sem er hæst setti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningunum og er sjálfur í framboði til ríkisstjóra, gaf út yfirlýsingu í gærkvöldi um að hann væri að rannsaka hvort Demókratar hefðu brotið sér leið inn í kosningakerfi ríkisins, örskömmu fyrir kosningar. Hann færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. Talsmaður Kemp sagði í gærkvöldi að Demókratar hefðu reynt að nýta sér galla í skráningarkerfi kosninganna. Kemp hefur vísað ásökununum til Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Kemp varpaði ásökununum fram eftir að lögmenn, sem hafa höfðað mál gegn Kemp á vegum kjósenda Georgíu, vöruðu hann við því að almennur borgari hefði bent þeim á öryggisgalla í kerfinu. Demókratar í ríkinu höfðu sömuleiðis bent yfirvöldum á gallann, áður en þeir voru sakaðir um að hafa reynt að nýta sér hann.Stracey Abrams, mótframbjóðandi Kemp.AP/John BazemoreDemókratar í Georgíu hafa lengi gagnrýnt Kemp fyrir að stýra kosningum sem hann er í framboði í og hafa kallað eftir afsögn hans. Þeir segja þessar nýjustu ásakanir vera alfarið rangar og segja þær til marks um hvernig Kemp misnoti vald sitt og hann sé að nota þær til að hylma yfir öryggisgalla í kerfi sem hann hafi umsjón yfir. Abrams, sem yrði fyrsti þeldökki ríkisstjóri Georgíu, hefur gagnrýnt Kemp harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir að tilteknir hópar samfélagsins, eins og þeldökkir, kjósi. Hann hafði fyrirskipað að utankjörfundaratkvæði yrðu dæmd ógild ef undirskrift þeirra væri ekki í fullu samræmi við skráningu kjósenda, jafnvel þó skráningin væri röng en ekki undirskriftin. Sjálfur hefur hann sagt þessar ásakanir rangar og heldur hann því fram að Demókratar og aðrir aðilar séu að reyna að hjálpa fólki að kjósa með ólöglegum hætti.AP segir eftirlitsaðila og aðra hafa áhyggjur af því að ástandið í Georgíu bendi til þess að hver sá sem tapar kosningunum muni ekki samþykkja niðurstöðuna. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kemp varpar fram ásökunum sem þessum án sannana. Árið 2016 sakaði hann ríkisstjórn Barack Obama, þáverandi forseta, um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í kosningakerfi Georgíu. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert var til í þeim ásökunum. Georgía er eitt af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem reiða á eldri kosningavélar sem skilja ekki eftir sig marktæka slóð um atkvæðafjölda. Sérfræðingar hafa um árabil gagnrýnt notkun vélanna vegna þess hve auðvelt það sé að hakka þær og af því þær skilja ekki neina slóð eftir sig ef vandamál koma upp. Einn öryggissérfræðingur sem AP ræddi við segir að auðvelt ætti að vera fyrir sérfræðing að finna gallann sem um ræðir. Ljóst sé að öryggissérfræðingur hafi aldrei verið fengið til að fara yfir kosningakerfi Georgíu og öryggi þess.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira