Formaður KSÍ fann engar eignir í þriggja milljarða gjaldþroti verktaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 09:57 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var skiptastjóri í þrotabúi Týrusar. Fréttablaðið/Anton Brink Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).
Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira