Formaður KSÍ fann engar eignir í þriggja milljarða gjaldþroti verktaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 09:57 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var skiptastjóri í þrotabúi Týrusar. Fréttablaðið/Anton Brink Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).
Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira