Formaður KSÍ fann engar eignir í þriggja milljarða gjaldþroti verktaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2018 09:57 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var skiptastjóri í þrotabúi Týrusar. Fréttablaðið/Anton Brink Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Engar eignir fundust í þrotabúi Týrusar hf, áður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, en verktakafyrirtækið varð gjaldþrota í mars árið 2011. Rétt tæplega þremur milljörðum króna var lýst í þrotabúið og lauk skiptum þann 18. október síðastliðinn. Upplýsingar um skiptalok voru birtar í Lögbirtingablaðinu í dag. Þar segir að veðhafar hafi leyst til sín veðsettar eignir. Týrus hf. var í eigu Snorra Hjaltasonar verktaka og eiginkonu hans Brynhildar Sigursteinsdóttur. DV fjallaði um fyrirtækið árið 2012. Þar kom fram að stærstur hluti skuldanna væri tilkominn vegna blokka í Innri-Njarðvík. Var hver íbúð í blokkinni veðsett upp á 27 milljónir króna að meðaltali sem var langt yfir markaðsverði.Síðasta verk Guðna Skiptastjóri í búinu var Guðni Bergsson, formaður KSÍ og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann segir í stuttu samtali við RÚV að skiptin hafi verið síðasta útistandandi verkefni hans í lögmennskunni. Guðni tók við sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en hann nam lög samhliða atvinnumennsku í knattspyrnu á sínum tíma. Trésmiðja Snorra Hjaltasonar komst í fréttirnar árið 2007 þegar verktakinn varð undir í baráttu við ríkið vegna kaupa á húsi við Borgartún 6, oft nefnt Rúgbrauðsgerðin. Í kaupsamningi kom fram að húsið væri 5.210 fermetrar að stærð samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins en við mælingu kom í ljós að húsið var aðeins 4.735 fermetrar eða tæplega tíu prósentum minni en uppgefið var.Fór Trésmiðjan fram á skaðabætur en fékk ekki. Þá vann Trésmiðjan mál gegn ríkinu árið 2008 sem snerist um sölu á hlut ríkisins í verktakafyrirtækinu Íslenskum aðalverktökum (ÍAV).
Íslenski boltinn Gjaldþrot Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira