Viðskipti innlent

Sigríður Steinunn nýr verkefnastjóri atvinnumála á Akranesi

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Steinunn Jónsdóttir.
Sigríður Steinunn Jónsdóttir. Mynd/Akraneskaupstaður
Sigríður Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri atvinnumála hjá Akraneskaupstað. Hún hefur störf um næstu mánaðamót.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að Sigríður Steinunn sé rekstrarverkfræðingur að mennt frá Danmarks Tekniske Universitet.

„Sigríður vann á árunum 2014-2017 hjá Uno-x Smøreolie sem verkefnaráðgjafi. Þar stýrði hún m.a. lánum til viðskiptavina ásamt innleiðingu á rafrænu innheimtukerfi. Síðustu tvö ár hefur Sigríður starfað hjá Falck Global Assistance sem verkefnastjóri og voru verkefni hennar m.a. bestun alþjóðlegu virðiskeðjunnar og endurskoðun ferla með áherslu á kostnað og verðlagningu. Nú síðast hefur Sigríður starfað í tímabundnum verkefnum fyrir Kaupfélag Skagfirðinga um fýsileika fjárfestingakosti,“ segir í tilkynningu.

Staðan var auglýst í byrjun september og bárust bænum alls 27 umsóknir um starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×