Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun