Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 7. nóvember 2018 06:15 Greint var frá kaupum Icelandair á WOW air á mánudag en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. fréttablaðið/ernir Icelandair Group hyggst ekki sækja um undanþágu frá samkeppnislögum til þess að láta kaup félagsins á WOW air koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið rannsakar þau. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, við Markaðinn. Eftirlitið hefur allt að 115 virka daga, meira en fjóra mánuði, til þess að taka afstöðu til kaupanna ef það nýtir alla tímafresti. Þegar WOW air tók yfir rekstur Iceland Express haustið 2012 fengu félögin undanþágu til þess að yfirtakan gæti komið til framkvæmda á meðan á málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins stóð með þeim rökum að mikil óvissa ríkti um rekstrarhæfi Iceland Express. Hætta væri á því að reksturinn myndi fljótlega stöðvast ef kaupin næðu ekki fram að ganga. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að í samrunamáli Icelandair og WOW air geti komið til skoðunar hvort síðarnefnda félagið sé á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar. Samkeppnisyfirvöldum beri að samþykkja samruna ef slík sjónarmið eigi við þótt leiða megi rök að því að samkeppni minnki í kjölfar samrunans. „Hins vegar er slík niðurstaða háð afar ströngum skilyrðum. Það er ekkert fast í hendi að hver sem er megi kaupa félag þó svo að það sé illa statt fjárhagslega,“ nefnir Heimir Örn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gekk WOW air nýverið frá sölu- og endurleigusamningi við flugvélaleigu vegna fjögurra flugvéla og mun í kjölfarið, nánar tiltekið í næstu viku, fá greiddar um 25 milljónir dala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Forsvarsmenn WOW air gerðu sér hins vegar fljótlega grein fyrir því að fjármagnið myndi ekki nýtast í reksturinn, eins og vonir stóðu til, heldur myndi það renna til kröfuhafa, svo sem birgja félagsins, sem myndu í framhaldinu krefjast meðal annars frekari trygginga fyrir skuldum félagsins. Ekki væru því horfur á því að lausafjárstaða flugfélagsins, sem var þegar orðin afar slæm, myndi batna að neinu ráði.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í ReykjavíkSkoðanamunur líklegur Heimir Örn segir viðbúið að Samkeppniseftirlitið muni vilja leggja mat á samkeppnisleg áhrif samrunans. „Það þýðir að eftirlitið þarf að skilgreina markaði málsins og meta stöðu félaganna á þeim,“ nefnir hann og bætir við: „Hugsanlega verður skoðanamunur á milli félaganna annars vegar og eftirlitsins hins vegar um þessi atriði. Það má búast við því að félögin leggi áherslu á að þau séu litlir keppinautar á stórum markaði fyrir flug á milli áfangastaða vestanhafs og austanhafs. Eftirlitið kann að vilja skilgreina markaði málsins heldur þrengra. Eftir því sem markaðir eru skilgreindir þrengra eru meiri líkur á niðurstöðu um skaðleg áhrif samruna á samkeppni, meðal annars með hliðsjón af hárri markaðshlutdeild samrunaaðila og fleira,“ segir Heimir Örn. Ef Icelandair Group og WOW air byggja á því í málatilbúnaði sínum fyrir Samkeppniseftirlitinu að síðarnefnda félagið sé á fallanda fæti, eins og líkur benda til, og því beri að heimila yfirtökuna, þá þurfa félögin meðal annars að sannfæra eftirlitið um að enginn raunhæfur möguleiki hafi verið á því að selja WOW air til annarra félaga en Icelandair Group. Heimildir Markaðarins herma að í því sambandi muni forsvarsmenn WOW air gera eftirlitinu grein fyrir ýmsum misheppnuðum viðræðum sem þeir hafi undanfarið átt við fjárfesta um kaup á hlutafé í flugfélaginu. Tilraunir til þess að fá fjárfesta að borðinu séu þannig fullreyndar.Í skjól frá kröfuhöfum Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, segir að einn hugsanlegur möguleiki í stöðunni fyrir WOW air sé að leita heimildar til greiðslustöðvunar á meðan Samkeppniseftirlitið rannsakar kaup Icelandair á flugfélaginu. „Úrræðið er almennt hugsað til þess að veita félögum skjól frá kröfuhöfum til þess að vinna úr sínum málum. Það er hins vegar spursmál hvort og að hvaða marki úrræðið hentar í þessu tilviki,“ nefnir Arnar Þór. „Á meðan félag er í greiðslustöðvun geta kröfuhafar að meginstefnu ekki beitt neinum vanefndaúrræðum gagnvart því, til dæmis ekki gert fjárnám hjá því eða knúið það í gjaldþrot, og stjórnvöld geta heldur ekki beitt neinum þvingunarúrræðum. Það er sérstaklega mælt fyrir um það í lögum um gjaldþrotaskipti að ákvæði í samningum eða réttarreglum um afleiðingar vanefnda, til dæmis gjaldfellingarákvæði, taki ekki gildi gagnvart skuldaranum á þeim tíma sem greiðslustöðvun stendur yfir, sem getur í mesta lagi verið sex mánuðir,“ segir Arnar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Icelandair Group hyggst ekki sækja um undanþágu frá samkeppnislögum til þess að láta kaup félagsins á WOW air koma til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið rannsakar þau. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, við Markaðinn. Eftirlitið hefur allt að 115 virka daga, meira en fjóra mánuði, til þess að taka afstöðu til kaupanna ef það nýtir alla tímafresti. Þegar WOW air tók yfir rekstur Iceland Express haustið 2012 fengu félögin undanþágu til þess að yfirtakan gæti komið til framkvæmda á meðan á málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins stóð með þeim rökum að mikil óvissa ríkti um rekstrarhæfi Iceland Express. Hætta væri á því að reksturinn myndi fljótlega stöðvast ef kaupin næðu ekki fram að ganga. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að í samrunamáli Icelandair og WOW air geti komið til skoðunar hvort síðarnefnda félagið sé á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar. Samkeppnisyfirvöldum beri að samþykkja samruna ef slík sjónarmið eigi við þótt leiða megi rök að því að samkeppni minnki í kjölfar samrunans. „Hins vegar er slík niðurstaða háð afar ströngum skilyrðum. Það er ekkert fast í hendi að hver sem er megi kaupa félag þó svo að það sé illa statt fjárhagslega,“ nefnir Heimir Örn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gekk WOW air nýverið frá sölu- og endurleigusamningi við flugvélaleigu vegna fjögurra flugvéla og mun í kjölfarið, nánar tiltekið í næstu viku, fá greiddar um 25 milljónir dala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Forsvarsmenn WOW air gerðu sér hins vegar fljótlega grein fyrir því að fjármagnið myndi ekki nýtast í reksturinn, eins og vonir stóðu til, heldur myndi það renna til kröfuhafa, svo sem birgja félagsins, sem myndu í framhaldinu krefjast meðal annars frekari trygginga fyrir skuldum félagsins. Ekki væru því horfur á því að lausafjárstaða flugfélagsins, sem var þegar orðin afar slæm, myndi batna að neinu ráði.Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í ReykjavíkSkoðanamunur líklegur Heimir Örn segir viðbúið að Samkeppniseftirlitið muni vilja leggja mat á samkeppnisleg áhrif samrunans. „Það þýðir að eftirlitið þarf að skilgreina markaði málsins og meta stöðu félaganna á þeim,“ nefnir hann og bætir við: „Hugsanlega verður skoðanamunur á milli félaganna annars vegar og eftirlitsins hins vegar um þessi atriði. Það má búast við því að félögin leggi áherslu á að þau séu litlir keppinautar á stórum markaði fyrir flug á milli áfangastaða vestanhafs og austanhafs. Eftirlitið kann að vilja skilgreina markaði málsins heldur þrengra. Eftir því sem markaðir eru skilgreindir þrengra eru meiri líkur á niðurstöðu um skaðleg áhrif samruna á samkeppni, meðal annars með hliðsjón af hárri markaðshlutdeild samrunaaðila og fleira,“ segir Heimir Örn. Ef Icelandair Group og WOW air byggja á því í málatilbúnaði sínum fyrir Samkeppniseftirlitinu að síðarnefnda félagið sé á fallanda fæti, eins og líkur benda til, og því beri að heimila yfirtökuna, þá þurfa félögin meðal annars að sannfæra eftirlitið um að enginn raunhæfur möguleiki hafi verið á því að selja WOW air til annarra félaga en Icelandair Group. Heimildir Markaðarins herma að í því sambandi muni forsvarsmenn WOW air gera eftirlitinu grein fyrir ýmsum misheppnuðum viðræðum sem þeir hafi undanfarið átt við fjárfesta um kaup á hlutafé í flugfélaginu. Tilraunir til þess að fá fjárfesta að borðinu séu þannig fullreyndar.Í skjól frá kröfuhöfum Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, segir að einn hugsanlegur möguleiki í stöðunni fyrir WOW air sé að leita heimildar til greiðslustöðvunar á meðan Samkeppniseftirlitið rannsakar kaup Icelandair á flugfélaginu. „Úrræðið er almennt hugsað til þess að veita félögum skjól frá kröfuhöfum til þess að vinna úr sínum málum. Það er hins vegar spursmál hvort og að hvaða marki úrræðið hentar í þessu tilviki,“ nefnir Arnar Þór. „Á meðan félag er í greiðslustöðvun geta kröfuhafar að meginstefnu ekki beitt neinum vanefndaúrræðum gagnvart því, til dæmis ekki gert fjárnám hjá því eða knúið það í gjaldþrot, og stjórnvöld geta heldur ekki beitt neinum þvingunarúrræðum. Það er sérstaklega mælt fyrir um það í lögum um gjaldþrotaskipti að ákvæði í samningum eða réttarreglum um afleiðingar vanefnda, til dæmis gjaldfellingarákvæði, taki ekki gildi gagnvart skuldaranum á þeim tíma sem greiðslustöðvun stendur yfir, sem getur í mesta lagi verið sex mánuðir,“ segir Arnar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Sjá meira
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30