Kyrie Irving fékk væna sekt fyrir að kasta boltanum upp í stúku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 17:00 Kyrie Irving. Vísir/Getty Ein aðalstjarna Boston Celtics var greinilega reiðari yfir því að besti maður vallarins hafi tekið tilgangslaust skot í blálokin en að sá hinn sami hefði áður verið búinn að skora 48 stig á hann í sannfærandi sigri. NBA-deildin tók hart á óvæntu reiðikasti Kyrie Irving og sektaði bakvörðinn daginn eftir 115-107 tap Boston í Denver. Kyrie þarf að greiða 25 þúsund dollara, eða rétt rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, í sekt fyrir að kasta boltanum upp í stúku eftir að lokaflautið gall í leik Boston Celtics og Denver Nuggets í fyrrinótt.Kyrie Irving has been fined $25,000 for throwing the basketball into the stands at last night's game. pic.twitter.com/MM9h6YEOZb — Sporting News (@sportingnews) November 6, 2018Kyrie Irving og félagar í Boston liðinu réðu ekkert við Jamal Murray í leiknum en Jamal Murray skoraði alls 48 stig í leiknum. Jamal Murray ætlaði sér að komast í 50 stiga hópinn þegar hann tók þriggja stiga skot í lokin þegar úrslitin voru ráðin og venjan er að láta leiktímann renna út. Kyrie Irving var mjög ósáttur með þessa ákvörðun Jamal Murray og tók boltann í framhaldinu og henti honum upp í stúku. „Svona gerir þú bara ekki. Þetta snýst um hefðir og ákveðna virðningu innan okkar deildar sem og alls körfuboltans. Þetta er lélegt og sýnir skort á þroska,“ sagði Kyrie Irving meðal annars og bætti svo við: „Við eigum eftir að mæta þeim aftur.“ Jamal Murray segir að kappið hafi hreinlega borið hann ofurliði og hann hafi ekki hugsað þetta til enda. Hann ætlaði sér aldrei að sýna einhverja óvirðingu með þessu. Jamal Murray er aðeins 21 árs gamall en hann hitti úr 19 af 30 skotum sínum í leiknum þar af 5 af 11 fyrir utan þriggja stiga línuna. Denver hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í NBA í vetur. NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Ein aðalstjarna Boston Celtics var greinilega reiðari yfir því að besti maður vallarins hafi tekið tilgangslaust skot í blálokin en að sá hinn sami hefði áður verið búinn að skora 48 stig á hann í sannfærandi sigri. NBA-deildin tók hart á óvæntu reiðikasti Kyrie Irving og sektaði bakvörðinn daginn eftir 115-107 tap Boston í Denver. Kyrie þarf að greiða 25 þúsund dollara, eða rétt rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, í sekt fyrir að kasta boltanum upp í stúku eftir að lokaflautið gall í leik Boston Celtics og Denver Nuggets í fyrrinótt.Kyrie Irving has been fined $25,000 for throwing the basketball into the stands at last night's game. pic.twitter.com/MM9h6YEOZb — Sporting News (@sportingnews) November 6, 2018Kyrie Irving og félagar í Boston liðinu réðu ekkert við Jamal Murray í leiknum en Jamal Murray skoraði alls 48 stig í leiknum. Jamal Murray ætlaði sér að komast í 50 stiga hópinn þegar hann tók þriggja stiga skot í lokin þegar úrslitin voru ráðin og venjan er að láta leiktímann renna út. Kyrie Irving var mjög ósáttur með þessa ákvörðun Jamal Murray og tók boltann í framhaldinu og henti honum upp í stúku. „Svona gerir þú bara ekki. Þetta snýst um hefðir og ákveðna virðningu innan okkar deildar sem og alls körfuboltans. Þetta er lélegt og sýnir skort á þroska,“ sagði Kyrie Irving meðal annars og bætti svo við: „Við eigum eftir að mæta þeim aftur.“ Jamal Murray segir að kappið hafi hreinlega borið hann ofurliði og hann hafi ekki hugsað þetta til enda. Hann ætlaði sér aldrei að sýna einhverja óvirðingu með þessu. Jamal Murray er aðeins 21 árs gamall en hann hitti úr 19 af 30 skotum sínum í leiknum þar af 5 af 11 fyrir utan þriggja stiga línuna. Denver hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjum sínum í NBA í vetur.
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira