Látinn hórmangari og ákærðir menn náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 14:12 Dennis Hof fannst látinn um miðjan október. Hann var kjörinn á ríkisþing Nevada í gær. Vísir/Getty Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38