Látinn hórmangari og ákærðir menn náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 14:12 Dennis Hof fannst látinn um miðjan október. Hann var kjörinn á ríkisþing Nevada í gær. Vísir/Getty Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38