Valdafíkn og níð Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun