Hafa borið kennsl á árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 14:15 Árásarmaðurinn hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. AP/RMG Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45
Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39