Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 16:55 Stacy Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira