Grunur um að konan sé ekki móðir barnanna og sýni tekin á staðnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 21:17 Konan var handtekin í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Afganskri konu, sem handtekin var í Hafnarfirði í dag fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grunsemdir þess efnis að konan sé ekki móðir fimm barna á heimilinu komu upp í dag og voru sýni til að skera úr um það tekin á staðnum.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en í frétt blaðsins kom fram að börnin væru á aldrinum 10-17 ára. Þá tjáði Skúli blaðinu að konan hefði verið handtekin vegna gruns um brot gegn útlendingalögum. Skúli segir í samtali við Vísi að fjögur barnanna séu komin í umsjá barnaverndaryfirvalda. Það elsta, piltur sem er að verða átján ára, hafi þó orðið eftir á heimilinu. Að sögn Skúla komu konan og börnin, sem einnig eru afgönsk, hingað til lands fyrr á árinu og eru með dvalarleyfi. Þá segir Skúli að verkefnið hafi snúist um velferð barnanna en á staðnum fundust gögn og munir sem leiddu til handtöku konunnar. Þá hafi komið upp grunsemdir um að konan væri ekki móðir barnanna og voru sýni til að skera úr um það tekin á staðnum. Skúli segir að einhvern tíma muni taka að fá niðurstöður úr sýnatökunni. Rannsókn málsins heldur áfram. Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Afganskri konu, sem handtekin var í Hafnarfirði í dag fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Grunsemdir þess efnis að konan sé ekki móðir fimm barna á heimilinu komu upp í dag og voru sýni til að skera úr um það tekin á staðnum.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en í frétt blaðsins kom fram að börnin væru á aldrinum 10-17 ára. Þá tjáði Skúli blaðinu að konan hefði verið handtekin vegna gruns um brot gegn útlendingalögum. Skúli segir í samtali við Vísi að fjögur barnanna séu komin í umsjá barnaverndaryfirvalda. Það elsta, piltur sem er að verða átján ára, hafi þó orðið eftir á heimilinu. Að sögn Skúla komu konan og börnin, sem einnig eru afgönsk, hingað til lands fyrr á árinu og eru með dvalarleyfi. Þá segir Skúli að verkefnið hafi snúist um velferð barnanna en á staðnum fundust gögn og munir sem leiddu til handtöku konunnar. Þá hafi komið upp grunsemdir um að konan væri ekki móðir barnanna og voru sýni til að skera úr um það tekin á staðnum. Skúli segir að einhvern tíma muni taka að fá niðurstöður úr sýnatökunni. Rannsókn málsins heldur áfram.
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira