Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“ Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um hátt hlutfall atvinnuþátttöku íslenskra ungmenna en um helmingur menntaskólanema vinnur með skóla og yfir 80% vinna á sumrin. Þá hafa sumir menntaskólanemendur lýst óánægju sinni vegna styttingar framhaldsskólanámsins sem þeir telja að hafi í för með sér of mikið álag. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari í FG, telur of snemmt að segja nákvæmlega til um hvaða áhrif breytingarnar hafi í för með sér. „Almenna reynslan ekki slæm,“ segir Kristinn. „Við lögðum kannski meiri áherslu á að stytta námstímann heldur en endilega nám sem þýðir það náttúrlega að álag getur aukist ef menn gæta ekki að. Við fluttum að vísu hluta af náminu til grunnskólans,“ bætir hann við. Hann telur breytingarnar ekki hafa teljandi áhrif á námsárangur en nemendur geti þó þurft að velja og hafna um hvernig þeir verja tíma sínum. „Ég held ég myndi nú benda nemendum á að vinna minna til að mynda. Það myndi hjálpa meira til heldur en margt annað. En þetta getur náttúrlega bitnað á frístundum nemenda. Ef nemendur leggja mjög mikla áherslu á að ljúka á þremur árum og þurfa kannski að bæta við sig áföngum þá er alveg ljóst að þú notar ekki sama tímann tvisvar. Margir nemendur hafa dregið úr íþróttaiðkun og tómstundaiðkun til þess að ljúka námi og það getur vissulega verið óæskilegt,“ segir Kristinn. Þá telur hann hverfandi líkur á því að námið verði aftur lengt í fjögur ár. „Við skulum líka athuga að þetta eru ekki í raun og veru þrjú ár. Meðal námstími á landinu verður ekki þrjú ár,“ segir Kristinn. „Raunin er hjá okkur til að mynda ef ég tek dæmi að þeir nemendur sem koma nokkuð vel undirbúnir úr grunnskóla, það eru 55% þeirra sem luku námi á þremur árum, aðrir þurfa aðeins lengri tíma.“
Heilbrigðismál Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30