Nýtt lyklafrumvarp Ólafur Ísleifsson skrifar 31. október 2018 08:00 Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ísleifsson Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð lyklafrumvörp hafa verið lögð fram á Alþingi a.m.k. fimm sinnum frá hruni. Þeim var ætlað að verja fjölskyldur eftir hrunið gegn því að vera linnulaust sóttar af fjármálastofnunum til greiðslu eftir að hafa misst heimili sín. Að minnsta kosti 10 þúsund fjölskyldur hafa verið hraktar af heimilum sínum frá hruni, hafi viðkomandi fjölskyldur ekki gefist upp strax. Farið þrautagöngu til umboðsmanns skuldara og síðan beðið um gjaldþrot. Í framhaldinu verið varnarlaus án möguleika á að byrja upp á nýtt. Alls staðar lokaðar dyr. Ef til vill lausn margra að flýja land. Má ef til vill rekja aukin veikindi og örorku til þessa? Hvers vegna brugðust alþingismenn gagnvart þessari vá og samþykktu ekki eitt af þessum lyklafrumvörpum, til að gefa frelsi frá áframhaldandi nauðung í innheimtu frá föllnum bönkum? Þrjú þúsund einstaklingar hafa verið gerðir gjaldþrota frá hruni. Fjöldi fjárnáma er á annað hundruð þúsund. Fólk mátti þola miskunnarlausar aðfarir í innheimtu. Fyrirtæki án starfsleyfis, ótíndir handrukkarar, ástunduðu eftirlitslaust að hirða bíla af fólki að nóttu til. Enn er verið að selja ofan af fjölskyldum. Þrátt fyrir þetta hafa enn engar varnir verið reistar í þágu heimilanna.Nýtt lyklafrumvarp Nauðsynlegt er að lögfesta úrræði sem tryggi eigendum fasteigna sem lenda í greiðsluvanda lausn, til að fyrirbyggja að aldrei oftar verði gerð önnur eins aðför að fjölskyldum og átt hefur sér stað frá hruni og ekki sér fyrir endann á. Höfundur hefur að tilstuðlan Hagsmunasamtaka heimilanna með stuðningi þingmanna úr fjórum stjórnmálaflokkum lagt fram lyklafrumvarp til varnar heimilunum. Markmið frumvarpsins er að stuðla að vandaðri lánastarfsemi með því að færa skuldurum að fasteignalánum í hendur þann möguleika að láta af hendi veðið að baki láni og ganga skuldlausir frá borði ef engin önnur úræði finnast. Frumvarpið er þannig mikilvægur liður í því að dreifa áhættu í fasteignalánum og færa innlenda lánastarfsemi úr því horfi að áhætta falli öll á herðar lántakaEfni frumvarpsins Glati samningur um fasteignalán veðtryggingu í fasteign í kjölfar nauðungarsölu teljast eftirstöðvar lánsins fallnar niður gagnvart neytanda. Gildir það sama eftir því sem við á um önnur lögbundin úrræði vegna skuldaskila fasteignalána til neytenda, svo sem gjaldþrotaskipti, nauðasamninga, greiðsluaðlögun eða aðrar sambærilegar ráðstafanir sem rekja má til greiðsluvanda neytanda og leiða til þess að samningur um fasteignalán glatar veðtryggingu í fasteign. Með frumvarpinu er gerð tillaga sem getur haft mikla þýðingu fyrir neytendur í greiðsluerfiðleikum sem leiða til þess að þeir missa húsnæði sitt á nauðungarsölu. Lögfest verði eins konar efndaígildi (lat.: datio in solutum) í fasteignalánum. Efndaígildi lýsir sér þannig að kröfusambandi kröfuhafa og skuldara lýkur með öðrum hætti en upphaflega er að stefnt. Kröfuhafi viðurkennir þá aðra greiðslu sem fullnægjandi. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að kröfuhafa samkvæmt samningi um fasteignalán, sem sé tryggt með veði í hinni keyptu fasteign, verði gert að samþykkja að afhending umræddrar eignar í sínar hendur teljist vera fullnaðargreiðsla af hálfu skuldara. Ákvæðið er orðað með þeim hætti að ekki er gert ráð fyrir að á það reyni nema í neyð, þ.e. þegar greiðslufall hefur orðið af hálfu skuldara og lögbundinn réttur kröfuhafa til að neyta fullnusturéttar síns er orðinn virkur. Sambærileg úrræði hafa lengi þekkst í mörgum ríkjum Bandaríkjanna og hafa frá fjármálahruni rutt sér til rúms víða í Evrópu.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar