Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 10:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Scott Olson Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið. Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að Bandaríkjamenn myndu áfram fylgjast með þróun mála vegna dauða Jamal Khashoggi en ríkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát hans í gær. Átján Sádar hafa verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Sádar staðfesta andlát Khashoggi Skýringar ríkissjónvarpsins þar í landi voru þær að Khashoggi hafi lent í áflogum við þá sem hann hafði haldið til fundar við inni á skrifstofunni með þeim afleiðingum að hann lést. Lögregluyfirvöld í Tyrklandi halda því þó fram hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur og segja fjölmiðlar í landinu að til sé hljóðupptaka af morðinu sem sanni málflutning þeirra.Á blaðamannafundinum í gær sagði Trump skýringar Sádi-araba vera trúverðugar og handtaka mannanna væri „gott fyrsta skref“ í málinu. „Við sjáum hvað gerist, við gætum haft einhverjar spurningar og við höfum jú einhverjar spurningar.“ Viðbrögð við dauða Khashoggi hafa vakið hörð viðbrögð á meðal þingmanna Demókrata og Repúblikana og krefjast margir hverjir að málið verði rannsakað til hlítar á alþjóðavettvangi. Þingmaður Demókrata, Richard Blumenthal, segir yfirvöld í Sádí-arabíu vera að kaupa sér tíma með yfirlýsingu ríkissjónvarpsins varðandi dauða blaðamannsins og hún setji fram fleiri spurningar en svör. Þá sagði Trump að hann myndi halda áfram viðræðum við yfirvöld í Sádi-Arabíu og krefjast svara við ósvöruðum spurningum í kringum andlát blaðamannsins. Hann myndi síðan ákveða næstu skref í samráði við þingið.
Donald Trump Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33 Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. 19. október 2018 22:33
Leita að líkamsleifum Khashoggi í skógi í grennd við ræðismannsskrifstofuna Lögreglumenn í Tyrklandi sem rannsaka hvarf Sádí arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi leita nú að líkamsleifum hans í skógi einum í grennd við ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbul. 19. október 2018 06:41