Gaddavír, rafmagnsgirðing, hreyfiskynjarar og öryggisverðir allan sólarhringinn gæta Ikea-geitarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 14:30 IKEA-geithafurinn kominn á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega. IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega.
IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26