IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2015 13:26 "Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. Mynd/Bylgja Guðjónsdóttir Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. Ekki var um óprúttna aðila að ræða í þetta skiptið heldur virðist geitin hafa fallið fyrir eigin eldi. Þetta staðfestir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, í samtali við Vísi. „Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn en eldurinn kom upp í geitinni um eittleytið. Skömmu síðar var hún öll.Slökkviliðsmenn á vettvangi um klukkan 13:30. Þá var geitin öll.Vísir/Pjetur„Hún brann bara einn, tveir og þrír,“ segir Þórarinn sem segir að hún hafi farið á nokkrum sekúndum. Enginn liggur undir grun en Vísir greindi frá því á dögunum að afar ströng öryggisgæsla væri allan sólarhringinn á þessum árlega gesti í Kauptúninu sem oftar en einu sinni hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum aðilum.Sjá einnig:Serían sem banaði geitinni úr IKEA „Mér sýnist hún hafa framið sjálfsmorð,“ segir Þórarinn. Líklega hafi leitt úr einni seríu sem varð til þess að eldur kom upp. Geitin er úr hálmi og var ekki að spyrja að leikslokum. Þórarinn sagði í samtali við Vísi á dögunum að geitin hefði líklega fengið meiri frið seinni ár eftir að jólaseríunum var bætt á hana. Framleiðslukostnaður við seríurnar einn og sér væri um ein milljón króna. Nú virðast seríurnar hins vegar hafa heldur betur orðið til vandræða.Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi.VísirReikna með að stækka geitina „Nú þarf maður bara að syrgja,“ segir Þórarinn og greinilegt að starfsfólki IKEA var nokkuð brugðið. Þórarinn sagði á dögunum að sú hefð hefði skapast að í hvert skipti sem kveikt væri í geitinni væri hún stækkuð. Hún hafi verið fjórir metrar fyrst að hæð en nú sé hún orðin sex. En hvað nú, fyrst geitin tortímdi sjálfri sér? „Ég verð eiginlega að stækka hana og standa við stóru orðin,“ segir Þórarinn. Menn muni leggjast yfir teikningar að nýrri geit þegar allir eru búnir að ná sér.Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar í knattspyrnu, náði myndbandinu að neðan.Jólin eru að koma#ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00