Gaddavír, rafmagnsgirðing, hreyfiskynjarar og öryggisverðir allan sólarhringinn gæta Ikea-geitarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 14:30 IKEA-geithafurinn kominn á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega. IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega.
IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26