Réttu barni bók Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Nú er tími vetrarfríanna hjá íslenskum grunnskólabörnum. Það er kærkomin tilbreyting að líta upp úr námsefninu bæði fyrir nemendur og kennara og vonandi gefst sem flestum færi á að njóta samverustunda í fríinu. Öll viljum við að börnin okkar njóti þeirra möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að þau fái tækifæri til þess að þroskast og blómstra í fjölbreyttum verkefnum. Lestrarfærni er lykill að lífsgæðum okkar og bækur grundvöllur símenntunar alla ævi. Við vitum að þeirri færni hefur farið hrakandi og ýmislegt hefur þegar verið gert til þess að snúa þeirri þróun við og efla læsi barna og unglinga. Á dögunum kynntum við aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Í liðinni viku mælti ég fyrir frumvarpi sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Þeirri aðgerð er ætlað að hvetja til aukinnar útgáfu bóka, á prenti og rafrænum miðlum og auka þannig framboð og fjölbreytni efnis fyrir íslenska lesendur. Til þess að stuðla að bættu læsi þurfa allir aldurshópar, og ekki síst börn og ungmenni, að geta nálgast áhugavert og fjölbreytt lesefni á íslensku. Gildi bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar er óumdeilt. Útgáfa bóka er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar. Frá því að land var numið á Íslandi höfum við skrifað og lesið til að skilja okkur sjálf. Það er tungumálið okkar sem geymir þann galdur. Íslenskan er okkar þjóðtunga og opinbert mál, og okkur ber að tryggja að hægt sé að nota hana á öllum sviðum þjóðlífsins. Til þess eru margar leiðir, sumar umfangsmiklar eins og sú innspýting fyrir íslenska útgáfu sem frumvarpið boðar. Aðrar eru einfaldari og kalla á hugarfarsbreytingu eða aukna meðvitund hjá okkur öllum, eins og að velja oftar að rétta barni bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími vetrarfríanna hjá íslenskum grunnskólabörnum. Það er kærkomin tilbreyting að líta upp úr námsefninu bæði fyrir nemendur og kennara og vonandi gefst sem flestum færi á að njóta samverustunda í fríinu. Öll viljum við að börnin okkar njóti þeirra möguleika sem lífið hefur upp á að bjóða. Mikilvægt er að þau fái tækifæri til þess að þroskast og blómstra í fjölbreyttum verkefnum. Lestrarfærni er lykill að lífsgæðum okkar og bækur grundvöllur símenntunar alla ævi. Við vitum að þeirri færni hefur farið hrakandi og ýmislegt hefur þegar verið gert til þess að snúa þeirri þróun við og efla læsi barna og unglinga. Á dögunum kynntum við aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu til framtíðar. Í liðinni viku mælti ég fyrir frumvarpi sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Þeirri aðgerð er ætlað að hvetja til aukinnar útgáfu bóka, á prenti og rafrænum miðlum og auka þannig framboð og fjölbreytni efnis fyrir íslenska lesendur. Til þess að stuðla að bættu læsi þurfa allir aldurshópar, og ekki síst börn og ungmenni, að geta nálgast áhugavert og fjölbreytt lesefni á íslensku. Gildi bókaútgáfu fyrir þróun tungumálsins okkar er óumdeilt. Útgáfa bóka er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar. Frá því að land var numið á Íslandi höfum við skrifað og lesið til að skilja okkur sjálf. Það er tungumálið okkar sem geymir þann galdur. Íslenskan er okkar þjóðtunga og opinbert mál, og okkur ber að tryggja að hægt sé að nota hana á öllum sviðum þjóðlífsins. Til þess eru margar leiðir, sumar umfangsmiklar eins og sú innspýting fyrir íslenska útgáfu sem frumvarpið boðar. Aðrar eru einfaldari og kalla á hugarfarsbreytingu eða aukna meðvitund hjá okkur öllum, eins og að velja oftar að rétta barni bók.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar