Heimsmarkmið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2018 07:00 Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun