Telja rannsókn Samkeppniseftirlitsins ólögmæta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. október 2018 08:00 Samkeppniseftirlitið ógilti í síðustu viku kaup apótekakeðjunnar Lyfja og heilsu á Opnu ehf. sem rekur Apótek MOS í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/HANNA Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna. Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Lyf og heilsa gerir margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunamáli apótekakeðjunnar og Apótek MOS í Mosfellsbæ og telur að hlutlægnisskylda, rannsóknarregla og jafnræðisregla stjórnsýslulaga hafi verið fótum troðnar. Áskilur keðjan sér sérstaklega rétt til þess að hafa uppi skaðabætur vegna þess tjóns sem hún telur að málsmeðferðin hafi leitt til. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem stjórnendur Lyfja og heilsu skrifuðu Samkeppniseftirlitinu 11. október síðastliðinn. Eftirlitið ógilti sem kunnugt er kaupin í síðustu viku en það var niðurstaða þess að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Telja má víst að ákvörðunin verði kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í bréfaskriftum Lyfja og heilsu og Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram að apótekakeðjan telji einsýnt að rannsókn málsins hafi ráðist af fyrirfram mótaðri afstöðu eftirlitsins til kaupanna, þar sem gögn sem ekki henti málatilbúnaði þess hafi verið hunsuð. „Lyf og heilsa telur ljóst að frummat Samkeppniseftirlitsins byggi á rannsókn þar sem vísvitandi hafi verið litið fram hjá raungögnum sem félagið hafi þó ítrekað vakið athygli á. Telji félagið liggja í augum uppi að væri hlutlægni gætt við rannsóknina, blasi það við að samruninn sé ekki til þess fallinn að raska samkeppni,“ segir í bréfi Lyfja og heilsu. Stjórnendur Apóteks MOS eru jafnframt ósáttir við framgöngu Samkeppniseftirlitsins og segja í bréfi til eftirlitsins að „meðferð málsins virðist án fordæma sé litið til annarra samrunamála sem Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar og úrskurðað í nýlega“. Í bréfi Apóteks MOS er jafnframt rakið að eigandi apóteksins sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi eftir þrjú ár af starfsaldri sínum sem lyfsöluleyfishafi. Til þess að liðka fyrir kaupunum lagði Lyf og heilsa til að Apótek MOS yrði rekið í svo til óbreyttri mynd til tveggja ára en Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillöguna ekki duga til þess að eyða samkeppnishamlandi áhrifum kaupanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57 Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Ógilda samruna apóteka Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. 18. október 2018 17:57
Lyf og heilsa þarf að greiða Apóteki Vesturlands bætur vegna samkeppnisbrota Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að hluta til. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. 18. október 2018 15:23