Varar við nýju vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 21:00 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Chirikov Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, varaði við því í dag að ef Bandaríkin rifti vopnasamningum milli ríkjanna sem fjalla um kjarnorkuvopn, muni nýtt vígbúnaðarkapphlaup hefjast. Þar að auki sagði forsetinn að Rússar myndu beina kjarnorkuvonum sínum að öllum þeim ríkjum Evrópu sem hýsa munu kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkin hefðu þegar rift Anti-Ballistic Missile (ABM) samkomulagið, ætluðu sér að rifta INF og framtíð New START væri óviss. „Það væri ekkert annað í stöðunni en nýtt vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði Pútín. Aðildarríkjum ABM var bannað að þróa leiðir til að skjóta niður langdrægar eldflaugar. George Bush, yngri, rifti samkomulaginu árið 2002. INF snýr að banni við þróun og framleiðslu meðaldrægra eldflauga. New START snýr að því að Bandaríkin og Rússland fækki kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum. Skrifað var undir samkomulagið árið 2010 og á fækkunin að standa yfir til 2021.Munu bregðast hratt við Þá sagði Pútín að Rússar myndu bregðast hratt við ef Bandaríkin kæmu kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu. Kjarnorkuvopnum Rússlands yrðu miðað á þau tilteknu ríki, hver sem þau yrðu. „Þetta er augljóst,“ sagði Pútín og bætti við: „Ég skil ekki af hverju við ættum að setja Evrópu í svo mikla hættu.“ Þá sakaði Pútín Bandaríkin um að brjóta gegn INF, sem bæði Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið hafa sakað Rússa um að brjóta gegn. Hann sagði auðvelt að breyta eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Rúmeníu til að gera mögulegat að skjóta kjarnorkuvopnum með þeim. Hann sagðist ætla að ræða þetta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir hittast í París í næsta mánuði. „Við erum tilbúnir að vinna með félögum okkar í Bandaríkjunum án allrar móðursýki,“ sagði Pútín.Trump ekki smeykur við vígbúnaðarkapphlaup Ef marka má orð Trump frá því fyrr í vikunni er hann þó alls ekki hræddur við vígbúnaðarkapphlaup. Hann sagði á mánudaginn að hann vildi gera nýtt samkomulag um kjarnorkuvopn og að Kínverjar yrðu aðilar að því einnig.Þá sagði hann að Bandaríkin myndu byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins og þar sem Bandaríkin ættu mun meiri peninga en aðrir gætu þeir gert staðið að uppbyggingu lengur en önnur ríki. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í dag að þó Rússar væru að brjóta gegn INF byggist hann ekki við því að bandalagið myndi koma fleiri kjarnorkuvopnum fyrir í Evrópu.
Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09 Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45 Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23 Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna gagnrýnir ákvörðun Trumps Fyrrum forseti og síðasti leiðtogi hinna sálugu Sovétríkja, Mikhail Gorbachev, segir að áform Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rifta kjarnorkusamkomulagi milli Rússlands og Bandaríkjamanna séu einungis til þess fallin að draga úr þeim árangri sem náðst hefur í kjarnorkuafvopnun heimsins. 21. október 2018 18:09
Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga "mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. 21. október 2018 14:45
Trump og Pútín stefna á fund í París Áætlað er að fundur forsetanna fari fram þann 11. nóvember en þá verða þeir báðir í París vegna aldarafmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar. 23. október 2018 23:23
Ætlar að byggja upp kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna þar til aðrir „ná áttum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni byggja upp kjarnorkuvopnabúr sitt. Það verði gert til að beita Rússland og Kína þrýstingi. 22. október 2018 23:07