Erlent

Níu milljónir nektarmynda af börnum fjarlægðar af Facebook

Atli Ísleifsson skrifar
Facebook hyggst beita sömu tækni á notendur samskiptamiðilsins Instagram.
Facebook hyggst beita sömu tækni á notendur samskiptamiðilsins Instagram. Getty/bill Hinton
Facebook hefur fjarlægt um 8,7 milljónir nektarmynda af börnum á síðasta ársfjórðungi þökk sé tóli sem varar sjálfkrafa við slíkum myndum.

Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið greinir frá tækninni sem leitar uppi myndir sem innihalda bæði nekt og börn. Facebook vinnur nú markvisst að því að fjarlægja myndir sem sýna börn í kynferðislegu samhengi.

Reuters  greinir frá því að Facebook beiti sambærilegri tækni við að hafa uppi á fullorðnum einstaklingum sem eiga samskipti við börn í kynferðislegum tilgangi (svokallað grooming).

Fyrirtækið hyggst sömuleiðis beita tækninni á notendur samskiptamiðilsins Instagram.

Facebook hefur sætt talsverðri gagnrýni og hafa yfirvöld þrýst á fyrirtækið að taka betur á og fjarlægja ólöglegt efni sem er að finna á samfélagsmiðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×