Kvikusöfnun hugsanlega að aukast í Öræfajökli Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 11:29 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira