Kvikusöfnun hugsanlega að aukast í Öræfajökli Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 11:29 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Kvikusöfnun er hugsanlega að aukast undir Öræfajökli og virðist eldstöðin vera að búa sig undir gos. Hvenær eða hvort gos verður yfir höfuð er hins vegar erfitt að spá fyrir um að mati sérfræðinga. Sigurlaug Hjaltadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að skjálftavirkni í eldstöðinni hafi aukist frá síðasta hausti og bendir flest til þess að aflögunin á henni hafi aukist frá því fyrri part árs. Aflögunin er þensla á eldstöðinni sem er mæld með GPS-tækjum og gervitunglamyndum. Aukin aflögun getur gefið til kynna að kvikusöfnun sé að aukast en það hefur reynst erfitt að greina það því árssveiflur snjólaga og íss geta haft áhrif á mælingar. Mælingarnar taka því ávallt frekar langan tíma því mögulega gæti bráðnun ísbreiðunnar yfir sumarið haft áhrif á aflögunina. Nú sé hins vegar komið í ljós að aflögunin virðist vera að eiga sér stað með meiri hraða en fyrri part árs.Gæti endað með innskotsvirkni Greint var frá þessu á íbúafundi sem almannavarnanefnd sveitarfélagsins Hornafjarðar hélt í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi og fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá. Almannavarnir hafa verið með óvissuástand vegna jarðhræringa í Öræfajökli frá síðasta hausti. Ekki er talin ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið að svo stöddu. Sigurlaug segir ljóst að Öræfajökull sé að búa sig undir gos. Hvort eða hvenær það verður er erfitt að segja til um. Mögulega gæti þess virkni jafnvel endað með innskotsvirkni og ekki kæmi til goss. Þá er ómögulegt að segja til um hvenær það mun gjósa, hvort það verði eftir nokkra mánuði, ár eða áratugi. Sigurlaug segir fræðinga hins vegar sannfærða um að hægt sé að útiloka að gos verði í jöklinum á næstu dögum. Undanfarar ættu að sjást greinilega á mælum sem eru við eldstöðina.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira