Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2018 06:15 Bowers er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn. NordicPhotos/Getty Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í samkunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyðinga í sýnagógunni og við lögreglumenn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirðilegri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífshættu í gær. Þrjú, þar af einn lögregluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lögregluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Bandaríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sakaði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira