„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi. Íslenska krónan Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Í hagspánni segir að helstu áhættuþættir sem hagkerfið standi frammi fyrir um þessar mundir séu spenna á vinnumarkaði og staða ferðaþjónustunnar. Greiningardeildin spáir launahækkunum umfram það sem samrýmist verðstöðugleika og lítilsháttar vexti í komum ferðamanna. „Við erum að sjá að það er að snöggkólna í hagkerfinu. Það mun hægja á hagvexti en við erum að spá 1,3 prósent hagvexti á næsta ári. Miðað við hvernig efnahagshorfurnar hafa verið að þróast þá myndi ég segja að óvissan hafi aukist og áhættan er meiri niður á við heldur en hún hefur verið áður,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Verðbólgan mælist nú 2,8 prósent sem er 0,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði. Greiningardeild Arion banka spáir því að verðbólga fari yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax á næsta ári en þau eru við 4 prósenta verðbólgu. „Þetta eru fyrst og fremst innlendar kostnaðarhækkanir sem eru að drífa áfram verðbólguna. Við erum að gera ráð fyrir launahækkunum. Við erum að gera ráð fyrir því að krónan veikist til lengri tíma litið og við höfum séð mjög snarpa gengisveikingu að undanförnu sem er að koma inn í verðbólguna. Þannig að verðbólgan er að hækka hratt,“ segir Erna. Það verður áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands muni taka undir þessa spá Arion banka en Seðlabankinn birtir uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá sína í ritinu Peningamálum hinn 7. nóvember næstkomandi. Uppfærðar spár verða kynntar þennan dag samhliða vaxatákvörðun peningastefnunefndar bankans. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaTakmarkað svigrúm til að auka útlán Það er fleira en kólnun hagkerfisins og aukin verðbólga sem veldur starfsmönnum greiningardeildar Arion banka áhyggjum. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildarinnar segir að lítil krónueign stóru bankanna þriggja og stífar eiginfjár- og lausafjárkröfur Fjármálaeftirlitsins muni takmarka svigrúm bankanna til að auka útlán sín nógu mikið til að standa undir áframhaldandi hagvexti. „Ég held að bankarnir munu halda áfram að vaxa og auka útlán en til lengri tíma litið kann þetta að hafa þau áhrif að vextir munu hækka og eftirspurn eftir krónum er þá meiri en framboð af krónum til að lána inn í þessa eftirspurn. Þannig hefur maður áhyggjur af því að vaxtastig hækki umfram það sem gerist eingöngu við stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans,“ segir Stefán Broddi.
Íslenska krónan Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira