Er ástæða til þess að hafa áhyggjur af fjármálamörkuðum? Marinó Örn Tryggvason skrifar 10. október 2018 07:00 Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Velta hefur farið minnkandi á undanförnum árum bæði á hluta- og skuldabréfamarkaði. Þessi þróun gæti verið vísbending um að skilvirkni markaða fari minnkandi. Minni velta gæti þýtt að uppbyggingu markaða sé ábótavant eða að markaðsaðilum gangi einhverra hluta vegna ekki nægjanlega vel að uppfylla hlutverk sitt sem miðlarar fjármagns. Nauðsynlegt er að skoða ástæður minni veltu því hún gæti endurspeglað stopul skoðanaskipti á markaði og leitt til rangrar verðlagningar á áhættu. Það er því full ástæða til þess að taka þessar vísbendingar alvarlega og skoða hugsanlegar skýringar, svo sem breytta uppbyggingu fjármálakerfisins eða minnkandi viðskiptavilja markaðsaðila. Fjármálamarkaðir hafa það meginhlutverk að miðla fjármagni frá fjármagnseigendum til þeirra sem skortir fjármagn og eru því mikilvægur hluti innviða samfélagsins. Á fjármálamarkaði eru milliliðir nauðsynlegir til að fjármálakerfið geti sinnt hlutverki sínu. Á Íslandi eru bankar og lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir en einnig eru starfrækt minni og sérhæfðari fyrirtæki, eins og rekstrarfélög verðbréfasjóða og verðbréfamiðlanir. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynlegt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra, svo sem lífeyrissjóði. Einstaklingar taka lán til þess að fjármagna fasteignakaup og fyrirtæki taka lán eða safna hlutafé, m.a. til þess að fjármagna véla- og tækjakaup. Ýmsir fjárfestar geta keypt hlutafé og t.d. bankar eða lífeyrissjóðir geta veitt lán. Rekstur banka gengur út á að ávaxta fjármagn aðila sem þurfa ekki á því að halda fyrr en síðar, og greiðir bankinn vexti eða arð fyrir, og lánar á móti til þeirra sem þurfa á fjármagni að halda og geta greitt til baka með vöxtum síðar. Munurinn á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum er vaxtamunur. Sá munur þarf að standa undir kostnaði við rekstur bankans og viðunandi ávöxtun til eigenda bankans. En þar sem vaxtakjör sem banki fjármagnar sig á ráðast af vaxtakjörum á fjármálamarkaði, skiptir vaxtamyndun á markaði lykilmáli í ofangreindu ferli. Eftir því sem velta á markaði er meiri má gera ráð fyrir því að skoðanir margra aðila hafi áhrif á markaðsverð, og skiptir skoðun þeirra á áhættu fjárfestingarkosta miklu máli. Skilvirkur markaður er þannig nauðsynleg forsenda þess að áhætta sé rétt metin. Vextir endurspegla áhættu sem fjármagnseigendur taka þegar þeir lána fé sitt. Ef eigendur fjármagns telja að áhætta sé mikil krefjast þeir hærri vaxta en ef áhætta er minni. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum lægri en á áhættusamari fjárfestingum. Því betur sem fjármálamörkuðum tekst að verðleggja áhættu því betur gegna þeir hlutverki sínu sem miðlarar fjármagns. Ef áhætta er metin óeðlilega lítil má gera ráð fyrir því að ráðist verði í of mörg verkefni sem munu ekki standa undir sér með tilheyrandi tjóni. Ef áhætta er metin of mikil verða færri verkefni fjármögnuð en ella, sem gæti leitt til tapaðra tækifæra sem annars myndu reynast hagkerfinu vel. Gera má ráð fyrir að eftir því sem áhætta er betur verðlögð hafi það jákvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör í landinu. Skilvirkir fjármálamarkaðir, sem m.a. fela í sér nægilega veltu, skipta hér höfuðmáli. Þorri landsmanna geymir sparnað sinn í lífeyrissjóðum landsins sem eru meðal stærstu þátttakenda á íslenskum fjármálamarkaði. Sjóðirnir verða áfram virkir í fjárfestingum hér innanlands þó þeir fjárfesti í auknum mæli erlendis á næstu árum. Umræða á komandi misserum um leiðir til að auka skilvirkni á fjármálamarkaði og bæta áhættumat ætti því að snerta okkur öll, enda eru öflugir fjármálainnviðir mikilvæg stoð í íslensku samfélagi rétt eins og aðrir samfélagsinnviðir. Kvika mun á næstu vikum fjalla nánar í Markaðnum um ástæður minnkandi virkni á mörkuðum og mögulegar umbætur og vonast eftir virku samtali um málefnið.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun