Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 10. október 2018 07:00 Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun