Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 15:13 Ferskar kjötvörur vildi flytja inn ferskar nautalundir frá Hollandi. Vísir/getty Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“ Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“
Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent