Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 15:13 Ferskar kjötvörur vildi flytja inn ferskar nautalundir frá Hollandi. Vísir/getty Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“ Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“
Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02