Ekki reynt á bann við umskurði fyrir dómstólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 12:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira