Ekki reynt á bann við umskurði fyrir dómstólum Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2018 12:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að umskurður drengja sé hvorki bannaður né leyfður samkvæmt íslenskum lögum og ekki hafi reynt á slík mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá geti verið að breyting á lögum sem ætlað var að banna umskurð kvenna dugi ekki til. Í skriflegu svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Silju Dagar Gunnarsdóttur fyrsta flutningsmanns frumvarps um bann við umskurði drengja sem ekki komst út úr nefnd á Alþingi í vor, segir að í íslenskum lögum sé ekki að finna ákvæði sem beinlínis fjalli um umskurð á kynfærum drengja. En af því leiði að aðgerðir af því tagi séu þar hvorki sérstaklega heimilaðar né bannaðar. Ekki hafi, svo ráðherra sé kunnugt um, reynt á það fyrir dómstólum hvort aðgerðir sem feli í sér umskurð á kynfærum drengja samræmist íslenskum lögum.Skortir lagalegan rökstuðning „Með lagabreytingunni var sett inn í hegningarlög nýtt ákvæði, 218. gr. a, þar sem umskurði á kynfærum kvenna er jafnað við refsiverða líkamsárás. Lagafrumvarpið var þingmannamál og því miður fylgdi því engin lagatæknilegur rökstuðningur. Með þessari lagabreytingu kann því að fara að 218. gr. almennra hegningarlaga verði framvegis túlkuð þannig að hún nái ekki yfir umskurð, hvorki drengja né stúlkna.” Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og læknir og einn meðflutningsmanna frumvarps um bann við umskurði segir margt athyglisvert í svari dómsmálaráðherra. „Það er athyglisvert að ráðuneytið telji að það geti verið vafi um það hvort óþarfa aðgerðir á börnum séu bannaðar samkvæmt íslenskum lögum. Það er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og meta þá með hvaða hætti með hvaða hætti næstu skref verða tekin í þessum málum,” segir Ólafur Þór.Staðan hjá alþjóðastofnunum Þá viti ráðherra ekki til þess að umskurður drengja hafi komið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sé ekki kunnugt um að eftirlitsnefndir sem starfi á grundvelli mannréttinda á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að umskurður drengja teljist brot á mannréttindum þeirra. Aftur á móti hafi barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna lýst ákveðnum áhyggjum af þeim áhrifum sem umskurður kunni að hafa á drengi og hvatt til þess að þessi mál verði skoðuð frekar. Þá hafi umboðsmenn barna og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi það álit að umskurður ungra drengja feli í sér brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dómsmálaráðherra bendir á að þessi mál séu til skoðunar í velferðarráðuneytinu ekki einungis af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum heldur einnig vegna aðgerða á ungbörnum með ódæmigerð kyneinkenni og vegna annarra ónauðsynlegra aðgerða á kynfærum barna.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira