Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2018 09:30 Heildsalan Innnes er umsvifamikil. Fréttablaðið/Pjetur Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00